Kim mættur til Singapúr Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 08:48 Kim Jong-un á flugvellinum í Singapúr. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er mættur til Singapúr þar sem hann mun funda með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þriðjudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna hittast. Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Yfirvöld Bandaríkjanna vonast til þess að fundurinn muni leiða af sér að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Trump sagði þó í gær að hann myndi vita á fyrstu mínútu fundarinns hvort það væri mögulegt. Hann sagðist vel tilbúinn til að yfirgefa fundinn ef honum litist ekki á blikuna. Hann var þó borubrattur í Kanada í gær og sagði að þrátt fyrir að hann væri að fara inn á ókannað svæði væri hann fullur sjálfstrausts. „Ég trúi því að Kim Jong-un vilji gera eitthvað stórkostlegt fyrir fólkið sitt. Hann hefur tækifæri til þess og fær það tækifæri ekki aftur,“ sagði Trump. Norður-Kórea, undir stjórn Kim, hefur náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga og nú virðist sem að Kim vilji einbeita sér að efnahagi Norður-Kóreu og þá sérstaklega losna við umfangsmiklar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir sem beitt hefur verið gegn ríkinu og komið hefur verulega niður á efnahagi Norður-Kóreu. Á sama tíma og mikil áhersla hefur verið lögð á vopnaþróun hefur fólk Norður-Kóreu setið á hakanum. Vannæring er talin hafa aukist til muna og er áætlað að um 40 prósent íbúa séu vannærð. Sérfræðingar segja að fundurinn með Trump muni veita Kim ákveðna viðurkenningu sem hvorki faðir hans né afi hafi notið. Markmið hans sé að tryggja sig í sessi heima fyrir. Það vilji hann gera með því að bæta efnahag landsins og er fundurinn með Trump í rauninni bara framhald af herferð Kim sem hófst í byrjun ársins.Factfile on human rights abuses and issues in North Korea, documented in major reports pic.twitter.com/crPkdAq3qG— AFP news agency (@AFP) June 10, 2018 Kim Jong un has brought with him Kim Yong Chol (who went to Washington to see Trump), Ri Su Yong (in charge of foreign affairs in the Workers' Party, was ambassador to Switzerland while KJU was at school there), and foreign minister Ri Yong Ho pic.twitter.com/QFYmj3P4vb— Anna Fifield (@annafifield) June 10, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er mættur til Singapúr þar sem hann mun funda með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þriðjudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna hittast. Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Yfirvöld Bandaríkjanna vonast til þess að fundurinn muni leiða af sér að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Trump sagði þó í gær að hann myndi vita á fyrstu mínútu fundarinns hvort það væri mögulegt. Hann sagðist vel tilbúinn til að yfirgefa fundinn ef honum litist ekki á blikuna. Hann var þó borubrattur í Kanada í gær og sagði að þrátt fyrir að hann væri að fara inn á ókannað svæði væri hann fullur sjálfstrausts. „Ég trúi því að Kim Jong-un vilji gera eitthvað stórkostlegt fyrir fólkið sitt. Hann hefur tækifæri til þess og fær það tækifæri ekki aftur,“ sagði Trump. Norður-Kórea, undir stjórn Kim, hefur náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga og nú virðist sem að Kim vilji einbeita sér að efnahagi Norður-Kóreu og þá sérstaklega losna við umfangsmiklar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir sem beitt hefur verið gegn ríkinu og komið hefur verulega niður á efnahagi Norður-Kóreu. Á sama tíma og mikil áhersla hefur verið lögð á vopnaþróun hefur fólk Norður-Kóreu setið á hakanum. Vannæring er talin hafa aukist til muna og er áætlað að um 40 prósent íbúa séu vannærð. Sérfræðingar segja að fundurinn með Trump muni veita Kim ákveðna viðurkenningu sem hvorki faðir hans né afi hafi notið. Markmið hans sé að tryggja sig í sessi heima fyrir. Það vilji hann gera með því að bæta efnahag landsins og er fundurinn með Trump í rauninni bara framhald af herferð Kim sem hófst í byrjun ársins.Factfile on human rights abuses and issues in North Korea, documented in major reports pic.twitter.com/crPkdAq3qG— AFP news agency (@AFP) June 10, 2018 Kim Jong un has brought with him Kim Yong Chol (who went to Washington to see Trump), Ri Su Yong (in charge of foreign affairs in the Workers' Party, was ambassador to Switzerland while KJU was at school there), and foreign minister Ri Yong Ho pic.twitter.com/QFYmj3P4vb— Anna Fifield (@annafifield) June 10, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira