Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna 11. júní 2018 07:00 Rammasamningur hins opinbera mun taka gagngerum breytingum á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Sérfræðilæknar hafa óskað upplýsinga frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hvað hún hyggist gera í málefnum sérfræðilækna en samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um næstu áramót. Einstaklingar sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft á endurkomu að halda eftir áramót. Verði engir samningar á borðinu gæti kostnaður sjúklinga hækkað gríðarlega. Þrír valkostir eru í boði þann 1. janúar næstkomandi. Sá fyrsti er að gera nýjan samning við sérfræðilækna en ráðherra segir það alveg ljóst að það yrði ekki opinn rammasamningur. „Sá samningur yrði mun skýrari um hvað ríkið kaupir af sérfræðilæknum,“ segir Svandís. Annar möguleikinn er að núgildandi samningur yrði framlengdur meðan unnið væri að breytingum. Þriðji og síðasti möguleikinn er sá að samningurinn rynni út og enginn samningur væri í gildi.Sjá einnig: Svandís vill breyta rammasamningnum Svandís telur mikilvægt að ákvarðanir um skipulag heilbrigðisþjónustu séu ekki teknar til að takast á við tilfallandi uppákomur. Heildarhugsun þurfi í málaflokknum. „Ég vil sjá heildstætt kerfi. Við erum með brotakennt kerfi sem samkvæmt úttektum, nú síðast frá Ríkisendurskoðun, er ekki að öllu leyti hagkvæmt. Að hluta til eru að fara peningar út úr kerfinu í lækningar sem við þurfum ekki á að halda. Við þurfum að stíga stór skref í átt að heildstæðara kerfi og efla opinbera heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís. „Þetta er heilmikið verkefni sem er fyrir höndum. Íslenskt heilbrigðiskerfi þarf á því að halda að ákvarðanir séu teknar með heildarstefnu í huga en ekki sem svar við tilfallandi uppákomum í kerfinu.“Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/gvaSteingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, stofnunar sem heyrir beint undir ráðherra heilbrigðismála, hefur verið gagnrýninn á hugmyndir Svandísar og aðstoðarmanns hennar, Birgis Jakobssonar, fyrrverandi landlæknis. Birgir hefur látið hafa eftir sér að sérfræðingar sem vinni að hluta til á Landspítala og að hluta á einkaklíník út í bæ séu ekki af heilum hug sem starfsmenn spítalans og hefur gagnrýnt „hið tvöfalda kerfi“ afar mikið. „Það er ekki einu sinni verið að stilla þessu upp vegna kostnaðar því á sama tíma er verið að auka kostnaðarþátttöku hins opinbera í sjúkraþjálfun til að mynda,“ segir Steingrímur Ari. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara spurning um forgangsröðun.“ Átta sérfræðilæknar hafa kært íslenska ríkið fyrir að heimila þeim ekki að taka þátt í rammasamningnum við ríkið. Gísli Guðni Hall er lögmaður læknanna. Að hans mati snýst mál læknanna um hvort íslenska ríkinu sé ekki skylt að standa við gerða samninga. „Við erum að gera kröfu um að ákvörðun Sjúkratrygginga, að hleypa þessum læknum ekki inn á rammasamninginn, verði felld úr gildi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Sérfræðilæknar hafa óskað upplýsinga frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hvað hún hyggist gera í málefnum sérfræðilækna en samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um næstu áramót. Einstaklingar sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft á endurkomu að halda eftir áramót. Verði engir samningar á borðinu gæti kostnaður sjúklinga hækkað gríðarlega. Þrír valkostir eru í boði þann 1. janúar næstkomandi. Sá fyrsti er að gera nýjan samning við sérfræðilækna en ráðherra segir það alveg ljóst að það yrði ekki opinn rammasamningur. „Sá samningur yrði mun skýrari um hvað ríkið kaupir af sérfræðilæknum,“ segir Svandís. Annar möguleikinn er að núgildandi samningur yrði framlengdur meðan unnið væri að breytingum. Þriðji og síðasti möguleikinn er sá að samningurinn rynni út og enginn samningur væri í gildi.Sjá einnig: Svandís vill breyta rammasamningnum Svandís telur mikilvægt að ákvarðanir um skipulag heilbrigðisþjónustu séu ekki teknar til að takast á við tilfallandi uppákomur. Heildarhugsun þurfi í málaflokknum. „Ég vil sjá heildstætt kerfi. Við erum með brotakennt kerfi sem samkvæmt úttektum, nú síðast frá Ríkisendurskoðun, er ekki að öllu leyti hagkvæmt. Að hluta til eru að fara peningar út úr kerfinu í lækningar sem við þurfum ekki á að halda. Við þurfum að stíga stór skref í átt að heildstæðara kerfi og efla opinbera heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís. „Þetta er heilmikið verkefni sem er fyrir höndum. Íslenskt heilbrigðiskerfi þarf á því að halda að ákvarðanir séu teknar með heildarstefnu í huga en ekki sem svar við tilfallandi uppákomum í kerfinu.“Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/gvaSteingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, stofnunar sem heyrir beint undir ráðherra heilbrigðismála, hefur verið gagnrýninn á hugmyndir Svandísar og aðstoðarmanns hennar, Birgis Jakobssonar, fyrrverandi landlæknis. Birgir hefur látið hafa eftir sér að sérfræðingar sem vinni að hluta til á Landspítala og að hluta á einkaklíník út í bæ séu ekki af heilum hug sem starfsmenn spítalans og hefur gagnrýnt „hið tvöfalda kerfi“ afar mikið. „Það er ekki einu sinni verið að stilla þessu upp vegna kostnaðar því á sama tíma er verið að auka kostnaðarþátttöku hins opinbera í sjúkraþjálfun til að mynda,“ segir Steingrímur Ari. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara spurning um forgangsröðun.“ Átta sérfræðilæknar hafa kært íslenska ríkið fyrir að heimila þeim ekki að taka þátt í rammasamningnum við ríkið. Gísli Guðni Hall er lögmaður læknanna. Að hans mati snýst mál læknanna um hvort íslenska ríkinu sé ekki skylt að standa við gerða samninga. „Við erum að gera kröfu um að ákvörðun Sjúkratrygginga, að hleypa þessum læknum ekki inn á rammasamninginn, verði felld úr gildi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00
Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00