Viðskipti innlent

165 milljóna þrot Nesfraktar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fyrirtækið var stórhuga á tímabili.
Fyrirtækið var stórhuga á tímabili.
Ekkert fékkst upp tæplega 165 milljóna kröfur sem lýst var í þrotabú félagsins NFFF ehf. Félagið hét áður Nesfrakt NAV ehf. en það var tekið til gjaldþrotaskipta í júlí 2016.

Fyrirtækið var nokkuð stórhuga á tímabili og gerði meðal annars árið 2013 samning við danska fyrirtækið Blue Water Shipping um flutning á öllum sendingum þess hér á landi sem komu til landsins með Norrænu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að verðmæti samkomulagsins hafi verið rúmlega milljarður króna.

Síðar sama ár tók fyrirtækið yfir rekstur flutningafyrirtækisins Austurfraktar. Um skeið bauð Nesfrakt upp á daglega flutninga frá Reykjavík til flestra þéttbýlisstaða á landinu.


Tengdar fréttir

Nesfrakt festir kaup á Austurfrakt

Nesfrakt ehf var að kaupa rekstur flutningafyrirtækisins Austurfrakt af hjónunum Brynjólfi Viðari Júlíussyni og Svönu Hansdóttur.

Nesfrakt í ólöglegu húsnæði á Akureyri

Skipulagsdeild Akureyrar hefur sent fyrirtækinu Nesfrakt tilkynningu um að húsnæðið sem það notar undir starfsemi sína sé ekki skilgreint sem atvinnuhúsnæði. Því þurfi Nesfrakt að óska eftir breytingum á aðalskipulagi Akureyrar ellegar finna sér nýtt húsnæði undir rekstur sinn. Þetta staðfestir Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsfulltrúi Akureyrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×