Örfá ágæt ráð fyrir alla sem ætla til Rússlands á HM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2018 15:30 Æltar þú til Rússlands? Vísir/Hjalti Flautað verður til leiks á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á fimmtudag með opnunarleik Rússlands og Sádi-Arabíu. Ísland mætir Argentínu laugardaginn 16. júní. Þúsundir Íslendinga ætla að leggja leið sina til Rússlands til þess að fylgjast með strákunum okkar þreyta frumraun sína á stærsta knattspyrnumóti veraldar.Eins og alltaf þarf að ýmsu að huga fyrir ferðalög en listinn er ef til vill örlítið lengri en venjulega þegar haldið verður til Rússlands. Bæði er landið framandi fyrir marga auk þess sem að tilefnið er stórt, sjálft HM í knattspyrnu.Hér að neðan má sjá lista yfir nokkra hluti sem alls ekki gleymast auk nokkurra ráða sem gott er að hafa í huga. Vísir naut liðsinns Hauks Haukssonar, sem hefur starfað og búið í Rússlandi árum saman, til þess að taka saman listann.Tekið skal fram að listinn er langt frá því að tæmandi auk þess sem að hefðbundnari lista má nálgast hér eða hér1. Vegabréf og FanID Eins og alltaf er vegabréfið það fyrsta sem huga þarf að þegar ferðast er. Vegabréfið þarf að vera í góðu ástandi og gilda að minnsta kosti sex mánuðum lengur en dvölin í Rússlandi.Þeir sem fengu miða á HM þurftu einnig að sækja um svokallað FanID. Sá passi er nefnilega vegabréfsáritun til Rússlands og gildir frá 5. júní til 25. júlí.Miði á leiki og Fan Id fara alltaf saman. Ef annað hvort vantar þá kemst viðkomandi ekki á völlinn. Það er því vissara að vera með Fan Id alltaf utan um hálsinn. Fan Id veitir einnig frían aðgang að almenningssamgöngum á leikdegi. Veltu því alvarlega fyrir þér að nota þær enda viltu ekki festast í umferðarteppu á leið á leikinn.Nánari upplýsingar um Fan-ID má nálgast hér auk þess sem að hér má nálgast upplýsingasíðu utanríkisráðuneytisins vegna HM í Rússlandi. Við komuna til Rússlands þurfa allir gestir að undirrita útprentun í tvíriti hjá landamæraeftirlitinu. Gesturinn fær annað eintakið og þarf að skila því er hann fer heim. Það blað má því alls ekki glatast. Segir Haukur að mikilvægt sé að hafa FanID-ið alltaf á sér en gott sé að geyma vegabréfið á öruggum stað. „Ég myndi ekki mæla með því að hafa passann á þér því að ef þú týnir passanum ertu í mjög vondum málum. Þú þarft hann bara þegar þú kemur inn og út úr landinu,“ segir Haukur. Þá mæla íslensk stjórnvöld með því að eiga mynd af vegabréfi, Fan-ID og miða til þess að eiga á öruggum stað í síma eða til dæmis vegabréfi. Það gæti komið sér vel ef allt fer á versta veg.2. Ekki grínast með Seinni heimsstyrjöldina Haukur á ekki von á öðru en allt gangi vel á HM í Rússlandi og að almennt séu Rússar mjög jákvæðir gagnvart Íslandi, enda hefur árangur landsliðsins vakið mikla athygli víða um heim. Ef marka má þetta tíst armenska blaðamannsins Artur Petrosyan sem sjá má hér að neðan, er íslenska landsliðstreyjan meðal annars vinsælli en sú rússneska á meðal heimamanna. En ein leið til þess að breyta gleðskap í leiðindi er að grínast eða hafa Seinni heimsstyrjöldina í flimtingum. Rússar bera mikla virðingu fyrir þeim sem fórnuðu lífi sínu í styrjöldinni og ætlast þeir til þess að aðrir geri slíkt hið sama. „Þeir eru viðkvæmir fyrir því ef menn eru með eitthvað sem tengist stríðinu. Það getur verið mjög viðkvæmt því Sovétmenn misstu náttúrulega 27 milljónir í miklum hildarleik,“ segir Haukur.Plenty to choose from for each nation's fans in the World Cup official shop. Interestingly, Iceland's merchandise has been more popular with locals than Russia's. Argentina's is second. pic.twitter.com/S6T8ixdvSS— Artur Petrosyan (@arturpetrosyan) June 11, 2018 Íslendingar sem ætla á leik Íslands og Nígeríu í Volgograd geta notað tækifærið og fræðst um stríðið enda var borginn vettvangur einna blóðugustu átaka veraldarsögunnar þegar Þjóðverjar sátu um borgina, sem þá hét Stalingrad. Sovétmenn höfðu að lokum sigur og er hans og þeirra sem létust minnst víða um borgina. Sérstök athygli er vakin á Mamayev Kurgan-hæðinni þar sem orrustunnar er minnst. Þar er meðal annars að finna stærstu styttu af konu á gervalli jörðinni.Minnismerkið um orrustuna um Stalingrad, sem heitir nú Volgograd.Vísir/AFP3. Maður tryggir ekki eftir á Þrátt fyrir að HM fari fram í Evrópuhluta Rússlands gildir evrópska sjúkratryggingarkortið ekki í Rússlandi. Gangtu því úr skugga um að þú sért með tryggingamál og annað slíkt á hreinu áður en haldið er af stað. Gott er að hafa afrit af lyfseðlum með í för, ef lyf skyldu týnast í ferðinni.4. Ekki gleyma að gefa þjórfé Í framandi landi getur myndast reikistefna á veitingastöðum þegar gera á upp reikninginn eins og gerðist þegar íslenski fjölmiðlahópurinn gerði sér dagamun í Kabardinka í gær. Ýmsu getur verið að kenna en ekki láta hanka þig á því að hafa ekki greitt þjórfé á veitingastöðum og börum. Það er viðurkennd venja í Rússlandi. „Þjónar og aðrir þeir geta þá byrjað að vera með stæla. Þeir eru að þjóna og þjóna og fá þá kannski ekkert fyrir sinn snúð.“ segir Haukur ef þjórféið gleymist. Þeir sem starfi sem þjónar séu oft á lágum launum og þjórfé geti skipt þá sköpum. „Það er rétt að gefa um það bil tíu prósent þjórfé og það er almennt viðtekið,“ segir Haukur. Það þýðir að ef þú ferð á veitingastað og kaupir mat fyrir eitt þúsund rúblur, er rétt að skilja eftir um 100 rúblur fyrir þjóninn.Volgograd Arena, þar sem Íslands spilar gegn Nígeríu, séð úr lofti.Vísir/AFP5. Rúblur, kort og aukakort Flestir staðir í Rússlandi taka við kortum að sögn Hauks en gott getur verið að hafa seðla á sér. Það er klassískt ferðaráð að taka með sér meira en eitt kort í ferðina ef annað skyldi glatast.Fyrir þá sem ekki vita það er gjaldeyrinn í Rússlandi rúbla og á gengi dagsins í dag er hægt að fá um 600 rúblur fyrir eitt þúsund íslenskar krónur.Vakin er athygli á því að sérstakur rúbluhraðbanki er staðsettur í Smáralind.6. Ekki búast við að allir tali ensku Flestir af þeim Íslendingum sem ætla til Rússlands stefna á leik Íslands og Argentínu í Moskvu og þar má búast við því að flestir tali eða skilji ensku, að sögn Hauks.„En það talar auðvitað ekki hver einasti maður ensku, þetta er ekki Ibiza eða Tenerife,“ segir Haukur og bendir á að gagnlegt sé að læra helstu frasa til þess að bjarga sér og sína rétta viðleitni.Algenga frasa og hvernig bera eigi þá fram má nálgast hérStrákarnir okkar eru klárir í slaginn.Vísir/Vilhelm7. Hleðslutæki fyrir síma en millistykkið er óþarft Síminn er orðinn miklu meira en bara sími. Síminn kemur þér á netið, geymir tónlistina þína og er myndavélin þín sem þú ætlar að safna minningum með.Þá er lykilatriði að hafa hleðslutæki með í för og það er margt vitlausara að verða sér úti um aukarafhlöðu eða USB-rafhlöðu enda ekki víst að hleðslan dugi allan daginn.Góðu fréttirnar eru þó þær að það þarf ekkert millistykki eða neitt slíkt til þess að stinga rafmagnstækjum í samband. Innstungurnar eru nefnilega alveg eins og á Íslandi.8. Blá föt fyrir bláa múrinn Hvort sem þú ætlar að kaupa íslenskan landsliðsbúning eða ekki hlýturðu að geta reddað þér bláum fötum svo þú sért sýnilegur á leikvöngunum.Við viljum að strákarnir okkar finni fyrir stuðningi og það munu þeir gera þegar þeir sjá bláu hópana í stúkunum.Hvort sem það er glænýr landsliðsbúningur, gamall landsliðsbúningur, Fram-treyja, varabúningur FH, gamla hettupeysan eða hvað sem er, það skiptir ekki máli. Vertu blár! Svona viljum við sjá stúkuna í Rússlandi á leikjum Íslands.Vísir/Vilhelm.9. Hafa gaman Þetta ætti ekki að vera flókið enda fáar þjóðir sem skemmtu sér betur en á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum þrátt fyrir að landsliðið hafi „aðeins“ dottið út í 8-liða úrslitum.Við kunnum þetta og framundan er ótrúlegt ævintýri í framandi landi. Taktu með góða skapið, borðaðu góðan mat og njóttu þess að vera með fjölskyldunni eða vinunum.Þegar þú mættir á völlinn til að hvetja okkar menn til dáða, taktu þér nokkrar sekúndur og mundu eftir því að þú ert að styðja íslenska landsliðið á heimsmeistamótinu í knattspyrnu, eitthvað sem flestir héldu að væri óhugsandi fyrir ekki nema tuttugu árum eða svo. Framundan eru ógleymanlegar stundir, hvernig sem fer.Eins og áður segir er listinn hvergi nærri tæmandi og eru lesendur hvatti til að bæta við listann í athugasemdakerfinu hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Flautað verður til leiks á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á fimmtudag með opnunarleik Rússlands og Sádi-Arabíu. Ísland mætir Argentínu laugardaginn 16. júní. Þúsundir Íslendinga ætla að leggja leið sina til Rússlands til þess að fylgjast með strákunum okkar þreyta frumraun sína á stærsta knattspyrnumóti veraldar.Eins og alltaf þarf að ýmsu að huga fyrir ferðalög en listinn er ef til vill örlítið lengri en venjulega þegar haldið verður til Rússlands. Bæði er landið framandi fyrir marga auk þess sem að tilefnið er stórt, sjálft HM í knattspyrnu.Hér að neðan má sjá lista yfir nokkra hluti sem alls ekki gleymast auk nokkurra ráða sem gott er að hafa í huga. Vísir naut liðsinns Hauks Haukssonar, sem hefur starfað og búið í Rússlandi árum saman, til þess að taka saman listann.Tekið skal fram að listinn er langt frá því að tæmandi auk þess sem að hefðbundnari lista má nálgast hér eða hér1. Vegabréf og FanID Eins og alltaf er vegabréfið það fyrsta sem huga þarf að þegar ferðast er. Vegabréfið þarf að vera í góðu ástandi og gilda að minnsta kosti sex mánuðum lengur en dvölin í Rússlandi.Þeir sem fengu miða á HM þurftu einnig að sækja um svokallað FanID. Sá passi er nefnilega vegabréfsáritun til Rússlands og gildir frá 5. júní til 25. júlí.Miði á leiki og Fan Id fara alltaf saman. Ef annað hvort vantar þá kemst viðkomandi ekki á völlinn. Það er því vissara að vera með Fan Id alltaf utan um hálsinn. Fan Id veitir einnig frían aðgang að almenningssamgöngum á leikdegi. Veltu því alvarlega fyrir þér að nota þær enda viltu ekki festast í umferðarteppu á leið á leikinn.Nánari upplýsingar um Fan-ID má nálgast hér auk þess sem að hér má nálgast upplýsingasíðu utanríkisráðuneytisins vegna HM í Rússlandi. Við komuna til Rússlands þurfa allir gestir að undirrita útprentun í tvíriti hjá landamæraeftirlitinu. Gesturinn fær annað eintakið og þarf að skila því er hann fer heim. Það blað má því alls ekki glatast. Segir Haukur að mikilvægt sé að hafa FanID-ið alltaf á sér en gott sé að geyma vegabréfið á öruggum stað. „Ég myndi ekki mæla með því að hafa passann á þér því að ef þú týnir passanum ertu í mjög vondum málum. Þú þarft hann bara þegar þú kemur inn og út úr landinu,“ segir Haukur. Þá mæla íslensk stjórnvöld með því að eiga mynd af vegabréfi, Fan-ID og miða til þess að eiga á öruggum stað í síma eða til dæmis vegabréfi. Það gæti komið sér vel ef allt fer á versta veg.2. Ekki grínast með Seinni heimsstyrjöldina Haukur á ekki von á öðru en allt gangi vel á HM í Rússlandi og að almennt séu Rússar mjög jákvæðir gagnvart Íslandi, enda hefur árangur landsliðsins vakið mikla athygli víða um heim. Ef marka má þetta tíst armenska blaðamannsins Artur Petrosyan sem sjá má hér að neðan, er íslenska landsliðstreyjan meðal annars vinsælli en sú rússneska á meðal heimamanna. En ein leið til þess að breyta gleðskap í leiðindi er að grínast eða hafa Seinni heimsstyrjöldina í flimtingum. Rússar bera mikla virðingu fyrir þeim sem fórnuðu lífi sínu í styrjöldinni og ætlast þeir til þess að aðrir geri slíkt hið sama. „Þeir eru viðkvæmir fyrir því ef menn eru með eitthvað sem tengist stríðinu. Það getur verið mjög viðkvæmt því Sovétmenn misstu náttúrulega 27 milljónir í miklum hildarleik,“ segir Haukur.Plenty to choose from for each nation's fans in the World Cup official shop. Interestingly, Iceland's merchandise has been more popular with locals than Russia's. Argentina's is second. pic.twitter.com/S6T8ixdvSS— Artur Petrosyan (@arturpetrosyan) June 11, 2018 Íslendingar sem ætla á leik Íslands og Nígeríu í Volgograd geta notað tækifærið og fræðst um stríðið enda var borginn vettvangur einna blóðugustu átaka veraldarsögunnar þegar Þjóðverjar sátu um borgina, sem þá hét Stalingrad. Sovétmenn höfðu að lokum sigur og er hans og þeirra sem létust minnst víða um borgina. Sérstök athygli er vakin á Mamayev Kurgan-hæðinni þar sem orrustunnar er minnst. Þar er meðal annars að finna stærstu styttu af konu á gervalli jörðinni.Minnismerkið um orrustuna um Stalingrad, sem heitir nú Volgograd.Vísir/AFP3. Maður tryggir ekki eftir á Þrátt fyrir að HM fari fram í Evrópuhluta Rússlands gildir evrópska sjúkratryggingarkortið ekki í Rússlandi. Gangtu því úr skugga um að þú sért með tryggingamál og annað slíkt á hreinu áður en haldið er af stað. Gott er að hafa afrit af lyfseðlum með í för, ef lyf skyldu týnast í ferðinni.4. Ekki gleyma að gefa þjórfé Í framandi landi getur myndast reikistefna á veitingastöðum þegar gera á upp reikninginn eins og gerðist þegar íslenski fjölmiðlahópurinn gerði sér dagamun í Kabardinka í gær. Ýmsu getur verið að kenna en ekki láta hanka þig á því að hafa ekki greitt þjórfé á veitingastöðum og börum. Það er viðurkennd venja í Rússlandi. „Þjónar og aðrir þeir geta þá byrjað að vera með stæla. Þeir eru að þjóna og þjóna og fá þá kannski ekkert fyrir sinn snúð.“ segir Haukur ef þjórféið gleymist. Þeir sem starfi sem þjónar séu oft á lágum launum og þjórfé geti skipt þá sköpum. „Það er rétt að gefa um það bil tíu prósent þjórfé og það er almennt viðtekið,“ segir Haukur. Það þýðir að ef þú ferð á veitingastað og kaupir mat fyrir eitt þúsund rúblur, er rétt að skilja eftir um 100 rúblur fyrir þjóninn.Volgograd Arena, þar sem Íslands spilar gegn Nígeríu, séð úr lofti.Vísir/AFP5. Rúblur, kort og aukakort Flestir staðir í Rússlandi taka við kortum að sögn Hauks en gott getur verið að hafa seðla á sér. Það er klassískt ferðaráð að taka með sér meira en eitt kort í ferðina ef annað skyldi glatast.Fyrir þá sem ekki vita það er gjaldeyrinn í Rússlandi rúbla og á gengi dagsins í dag er hægt að fá um 600 rúblur fyrir eitt þúsund íslenskar krónur.Vakin er athygli á því að sérstakur rúbluhraðbanki er staðsettur í Smáralind.6. Ekki búast við að allir tali ensku Flestir af þeim Íslendingum sem ætla til Rússlands stefna á leik Íslands og Argentínu í Moskvu og þar má búast við því að flestir tali eða skilji ensku, að sögn Hauks.„En það talar auðvitað ekki hver einasti maður ensku, þetta er ekki Ibiza eða Tenerife,“ segir Haukur og bendir á að gagnlegt sé að læra helstu frasa til þess að bjarga sér og sína rétta viðleitni.Algenga frasa og hvernig bera eigi þá fram má nálgast hérStrákarnir okkar eru klárir í slaginn.Vísir/Vilhelm7. Hleðslutæki fyrir síma en millistykkið er óþarft Síminn er orðinn miklu meira en bara sími. Síminn kemur þér á netið, geymir tónlistina þína og er myndavélin þín sem þú ætlar að safna minningum með.Þá er lykilatriði að hafa hleðslutæki með í för og það er margt vitlausara að verða sér úti um aukarafhlöðu eða USB-rafhlöðu enda ekki víst að hleðslan dugi allan daginn.Góðu fréttirnar eru þó þær að það þarf ekkert millistykki eða neitt slíkt til þess að stinga rafmagnstækjum í samband. Innstungurnar eru nefnilega alveg eins og á Íslandi.8. Blá föt fyrir bláa múrinn Hvort sem þú ætlar að kaupa íslenskan landsliðsbúning eða ekki hlýturðu að geta reddað þér bláum fötum svo þú sért sýnilegur á leikvöngunum.Við viljum að strákarnir okkar finni fyrir stuðningi og það munu þeir gera þegar þeir sjá bláu hópana í stúkunum.Hvort sem það er glænýr landsliðsbúningur, gamall landsliðsbúningur, Fram-treyja, varabúningur FH, gamla hettupeysan eða hvað sem er, það skiptir ekki máli. Vertu blár! Svona viljum við sjá stúkuna í Rússlandi á leikjum Íslands.Vísir/Vilhelm.9. Hafa gaman Þetta ætti ekki að vera flókið enda fáar þjóðir sem skemmtu sér betur en á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum þrátt fyrir að landsliðið hafi „aðeins“ dottið út í 8-liða úrslitum.Við kunnum þetta og framundan er ótrúlegt ævintýri í framandi landi. Taktu með góða skapið, borðaðu góðan mat og njóttu þess að vera með fjölskyldunni eða vinunum.Þegar þú mættir á völlinn til að hvetja okkar menn til dáða, taktu þér nokkrar sekúndur og mundu eftir því að þú ert að styðja íslenska landsliðið á heimsmeistamótinu í knattspyrnu, eitthvað sem flestir héldu að væri óhugsandi fyrir ekki nema tuttugu árum eða svo. Framundan eru ógleymanlegar stundir, hvernig sem fer.Eins og áður segir er listinn hvergi nærri tæmandi og eru lesendur hvatti til að bæta við listann í athugasemdakerfinu hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00