Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2018 07:00 Íbúarnir eru ósáttir við nýju rútumiðstöðina og segja Skógarhlíðina undirlagða af bílum. VÍSIR/ANTON BRINK „Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira