Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 12:28 Vel virtist fara á með Trump og Kim á fundi þeirra í Singapúr, betur en Trump og leiðtogum bandalagsríkja Bandaríkjanna á G7-fundinum um helgina. Vísir/EPA Norður-Kórea elskar Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og þjóðin er full ákafa. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali eftir fund hans og Kim í Singapúr. Löndin byrjuðu frá grunni, þrátt fyrir harðræði einræðisstjórnar Kim. Trump var að svara spurningu Georges Stephanopoulos, fréttamanns ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, varðandi hvers konar tryggingar hann hefði gefið Kim í viðræðum þeirra þegar hann fullyrti að Kim, sem stýrir heimlandinu með harðri hendi, væri elskaður heima fyrir. „Hann verður glaður. Landið hann elskar hann. Þjóðin hans, maður sér ákafann. Þau hafa mikinn ákafa,“ sagði Bandaríkjaforseti sem lofaði jafnframt dugnað norður-kóresku þjóðarinnar. Stephanopoulos hermdi þá fyrri orð Trump um Kim upp á hann. Forsetinn hefði til dæmis sakað Kim um að svelta eigin þjóð. „Kim er hrottalegur einræðisherra. Hann rekur lögregluríki, nauðungarsvelti, þrælkunarbúðir. Hann hefur myrt meðlimi eigin fjölskyldu. Hvernig treystir þú slíkum morðingja?“ spurði Stephanopoulos. Trump sagðist vinna með það sem hann hefði fengið upp í hendurnar. Hann teldi að Kim vildi standa sig vel fyrir Norður-Kóreu og afkjarnavopnavæðast. „Við erum að byrja frá byrjun. Við erum að byrja núna og við verðum að losna við þessi kjarnavopn,“ sagði forsetinn. Áður hafði hann lofað greind Kim og hæfileika. Þá hefur hann lýst honum sem heiðvirðum. Ekki er hins vegar langt síðan Trump ögraði leiðtoga Norður-Kóreu ítrekað á Twitter með uppnefninu „Litli eldflaugarmaðurinn“ vegna eldflaugatilrauna hans.EXCLUSIVE: President Trump tells @GStephanopoulos "I wanted to stop the war games, I thought they were very provocative, but I also think they're very expensive," when asked if he discussed pulling U.S. troops out of South Korea with Kim Jong Un. https://t.co/ANdmOzpPd9 pic.twitter.com/k015aM4PH9— ABC News (@ABC) June 12, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Norður-Kórea elskar Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og þjóðin er full ákafa. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali eftir fund hans og Kim í Singapúr. Löndin byrjuðu frá grunni, þrátt fyrir harðræði einræðisstjórnar Kim. Trump var að svara spurningu Georges Stephanopoulos, fréttamanns ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, varðandi hvers konar tryggingar hann hefði gefið Kim í viðræðum þeirra þegar hann fullyrti að Kim, sem stýrir heimlandinu með harðri hendi, væri elskaður heima fyrir. „Hann verður glaður. Landið hann elskar hann. Þjóðin hans, maður sér ákafann. Þau hafa mikinn ákafa,“ sagði Bandaríkjaforseti sem lofaði jafnframt dugnað norður-kóresku þjóðarinnar. Stephanopoulos hermdi þá fyrri orð Trump um Kim upp á hann. Forsetinn hefði til dæmis sakað Kim um að svelta eigin þjóð. „Kim er hrottalegur einræðisherra. Hann rekur lögregluríki, nauðungarsvelti, þrælkunarbúðir. Hann hefur myrt meðlimi eigin fjölskyldu. Hvernig treystir þú slíkum morðingja?“ spurði Stephanopoulos. Trump sagðist vinna með það sem hann hefði fengið upp í hendurnar. Hann teldi að Kim vildi standa sig vel fyrir Norður-Kóreu og afkjarnavopnavæðast. „Við erum að byrja frá byrjun. Við erum að byrja núna og við verðum að losna við þessi kjarnavopn,“ sagði forsetinn. Áður hafði hann lofað greind Kim og hæfileika. Þá hefur hann lýst honum sem heiðvirðum. Ekki er hins vegar langt síðan Trump ögraði leiðtoga Norður-Kóreu ítrekað á Twitter með uppnefninu „Litli eldflaugarmaðurinn“ vegna eldflaugatilrauna hans.EXCLUSIVE: President Trump tells @GStephanopoulos "I wanted to stop the war games, I thought they were very provocative, but I also think they're very expensive," when asked if he discussed pulling U.S. troops out of South Korea with Kim Jong Un. https://t.co/ANdmOzpPd9 pic.twitter.com/k015aM4PH9— ABC News (@ABC) June 12, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45