Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vísir/Getty Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45