Lífið, niðurstaða eða ferli? Arnar Sveinn Geirsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun