Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 14:29 Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. Vísir/pjetur/auðunn Málefnasamningur áframhaldandi meirihluta á Akureyri er ákveðið svar við gagnrýni sem var uppi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þess efnis að bæjarstjórnin þyrfti að herða róðurinn í leikskólamálum bæjarins. Þetta er mat Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir að sáttmálinn endurspegli þessa háværu kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. „Það virðist vera mjög framarlega hjá þessum meirihluta að ganga í það,“ segir Grétar Þór en flokkarnir þrír sem starfa saman í meirihluta á Akureyri lögðu allir ríka áherslu á yngri barna kennslu. Blaðamaður Vísis fékk Grétar Þór til þess að rýna með sér í afrakstur meirihlutaviðræðna. Í gær undirrituðu oddvitar Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar málefnasamning meirihlutans fyrir næstu fjögur ár. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokks, verður, líkt og áður, formaður bæjarráðs, Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, tekur við embætti forseta bæjarstjórnar og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, verður formaður velferðarráðs og stjórnar Akureyrarstofu. Sjá nánar: Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Grétar Þór segir þó að það séu ekki neinar sérstakar vendingar frá fyrra kjörtímabili en segir þó að það vaki athygli að Framsóknarflokkurinn haldi formanni bæjarráðs. „Það er talið að Samfylkingin hefði gefið aðeins eftir og reyndar sagði Hilda Jana það í útvarpinu í morgun. Þau hafi gefið meira eftir en hinir hvað varðar nefndir.“Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/GvendurHelstu áherslur meirihlutans voru sem fyrr segir dagvistunarmál en Grétar Þór vekur athygli á því að í sáttmálanum sé lögð töluverð áhersla á að ná árangri í stórum hagsmunamálum svæðisins gagnvart ríkisvaldinu. Meirihlutinn vilji beita sér fyrir raforkuflutningum, flugvallarmál og eflingu millilandaflugsins.En er minnihlutinn í bæjarstjórninni ekki frekar ósamstíga? Sóley Björk Stefánsdóttir hjá Vinstri grænum á til dæmis meiri samleið með meirihluta en minnihluta, eða hvað?„Jú, svona fyrir fram myndi maður nú búast við því að það sé kannski ekki mjög mikill samhljómur á milli Sóleyjar í VG og svo Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, sem er óskrifað blað hérna. Auðvitað er það þannig að það er líklegra en hitt að VG sé nú kannski í ýmsum málum meira sammála meirihlutanum en minnihlutanum.“ Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á að ástunda samræðustjórnmál og að reyna að sætta sjónarmið allra innan bæjarstjórnarinnar og hefur boðað áframhald á þeirri stefnu. Grétar Þór segir því að ólíklegt megi teljast að það verði mikið um átök „Það blasa ekki við mörg stór átakamál hérna framundan á Akureyri, maður sér það ekki fyrir sér, þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að boða harða stjórnarandstöðu en þá verðum við nú bara að sjá hvernig það verður. Það eru bara svo mörg mál sem líklegt er að flestallir flokkar séu meira og minna sammála, en það verður bara að koma á daginn hvernig það birtist.“ Sjá nánar: Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili Kosningar 2018 Tengdar fréttir Meirihlutinn á Akureyri kynnir stefnu sína Bæjarfulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri skrifa undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi klukkan ellefu í dag. 12. júní 2018 06:00 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili "Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til,“ segir Gunnar. 1. júní 2018 12:32 Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. 8. júní 2018 12:02 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Málefnasamningur áframhaldandi meirihluta á Akureyri er ákveðið svar við gagnrýni sem var uppi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þess efnis að bæjarstjórnin þyrfti að herða róðurinn í leikskólamálum bæjarins. Þetta er mat Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir að sáttmálinn endurspegli þessa háværu kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. „Það virðist vera mjög framarlega hjá þessum meirihluta að ganga í það,“ segir Grétar Þór en flokkarnir þrír sem starfa saman í meirihluta á Akureyri lögðu allir ríka áherslu á yngri barna kennslu. Blaðamaður Vísis fékk Grétar Þór til þess að rýna með sér í afrakstur meirihlutaviðræðna. Í gær undirrituðu oddvitar Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar málefnasamning meirihlutans fyrir næstu fjögur ár. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokks, verður, líkt og áður, formaður bæjarráðs, Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, tekur við embætti forseta bæjarstjórnar og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, verður formaður velferðarráðs og stjórnar Akureyrarstofu. Sjá nánar: Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Grétar Þór segir þó að það séu ekki neinar sérstakar vendingar frá fyrra kjörtímabili en segir þó að það vaki athygli að Framsóknarflokkurinn haldi formanni bæjarráðs. „Það er talið að Samfylkingin hefði gefið aðeins eftir og reyndar sagði Hilda Jana það í útvarpinu í morgun. Þau hafi gefið meira eftir en hinir hvað varðar nefndir.“Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/GvendurHelstu áherslur meirihlutans voru sem fyrr segir dagvistunarmál en Grétar Þór vekur athygli á því að í sáttmálanum sé lögð töluverð áhersla á að ná árangri í stórum hagsmunamálum svæðisins gagnvart ríkisvaldinu. Meirihlutinn vilji beita sér fyrir raforkuflutningum, flugvallarmál og eflingu millilandaflugsins.En er minnihlutinn í bæjarstjórninni ekki frekar ósamstíga? Sóley Björk Stefánsdóttir hjá Vinstri grænum á til dæmis meiri samleið með meirihluta en minnihluta, eða hvað?„Jú, svona fyrir fram myndi maður nú búast við því að það sé kannski ekki mjög mikill samhljómur á milli Sóleyjar í VG og svo Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, sem er óskrifað blað hérna. Auðvitað er það þannig að það er líklegra en hitt að VG sé nú kannski í ýmsum málum meira sammála meirihlutanum en minnihlutanum.“ Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á að ástunda samræðustjórnmál og að reyna að sætta sjónarmið allra innan bæjarstjórnarinnar og hefur boðað áframhald á þeirri stefnu. Grétar Þór segir því að ólíklegt megi teljast að það verði mikið um átök „Það blasa ekki við mörg stór átakamál hérna framundan á Akureyri, maður sér það ekki fyrir sér, þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að boða harða stjórnarandstöðu en þá verðum við nú bara að sjá hvernig það verður. Það eru bara svo mörg mál sem líklegt er að flestallir flokkar séu meira og minna sammála, en það verður bara að koma á daginn hvernig það birtist.“ Sjá nánar: Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Meirihlutinn á Akureyri kynnir stefnu sína Bæjarfulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri skrifa undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi klukkan ellefu í dag. 12. júní 2018 06:00 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili "Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til,“ segir Gunnar. 1. júní 2018 12:32 Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. 8. júní 2018 12:02 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Meirihlutinn á Akureyri kynnir stefnu sína Bæjarfulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri skrifa undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi klukkan ellefu í dag. 12. júní 2018 06:00
Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37
Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili "Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til,“ segir Gunnar. 1. júní 2018 12:32
Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. 8. júní 2018 12:02