Íslenski boltinn

Rasmus borinn af velli í Eyjum og er líklega fótbrotinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tveir leikmenn Vals halda um höfuð sér og Rasmus liggur óvígur eftir.
Tveir leikmenn Vals halda um höfuð sér og Rasmus liggur óvígur eftir. vísir/skjáskot
Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals, er að öllum líkindum fótbrotinn en hann meiddist illa í leik Vals og ÍBV sem nú stendur yfir.

Eftir rúman hálftíma lentu Sigurður Grétar Benónýsson og Rasmus saman sem endaði með því að Rasmus lá óvígur eftir. Óviljaverk en meiðslin voru slæm.

Sjúkraþjálfarar beggja liða komu inn á og viðbrögð leikmanna sem stóðu í kring voru á þá vegu að eitthvað alvarlegt hafði gerst.

Að lokum var svo Rasmus borinn af velli en í beinni textalýsingu Vísis úr Eyjum segir að þetta sé fótbrot.

„Við höfum fengið það staðfest að þetta er fótbrot. Skelfilegar fréttir,” segir í Boltavaktinni úr Eyjum.

Skeflilegar fréttir fyrir Valsmenn sem höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í Eyjum en þegar þetta er skrifa er staðan markalaus í hálfleik í Eyjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×