Gummi Gumm: Mikilvægasta ákvörðunin að taka Tedda inn Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:25 Guðmundur Guðmundsson þjálfar landslið Íslands. vísir/getty Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30