Björgvin Páll: Með þennan stuðning á enginn séns í okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:52 Björgvin Páll Gústavsson. vísir/anton Björgvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur í þriggja marka sigri Íslands á Litháum í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Laugardalshöll í kvöld. Honum leið að vonum vel í leikslok. „Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er það besta sem maður gerir á hverju ári, að koma liðinu á stórmót. Fyrir framan fulla stúku á svona mómenti þar sem allt snýst um fótbolta er náttúrulega sturlað,“ sagði Björgvin í leikslok. „Maður fattaði það ekki í janúar hvað það var geggjað að komast á svona mót. Við mætum virkilega góðum andstæðing sem að var mjög erfitt.“ Leikurinn í dag var erfiður og fékk liðið á sig óþarflega mörg auðveld mörk, þó það skrifist kannski ekki bara á markmanninn. „Jújú, þú mátt alveg kenna mér um. En það er hárrétt, þeir eru með virkilega hæfileikaríka menn fyrir utan. Miðjumaðurinn þeirra var okkur mjög erfiður. Hann er í heimsklassa, skemmtilegur handboltamaður sem henntar okkur mjög illa. Við erum á síðustu dropunum undir restina, þetta er orðið langt verkefni og erfitt á móti andstæðing sem menn keppast um að vanmeta í fjölmiðlum.“ „Við mætum þeim á mikilvægum mómentum fyrir þá, þeir voru niðurbrotnir því þeir ætluðu sér á HM. En það er virkilega erfitt að tapa fyrir okkur í Höllinni, ég held ég hafi aldrei tapað mótsleik hér og við byrjum ekki á því í dag.“ „Með þennan stuðning og svo hitnar Guðjón Valur, þá á ekkert lið séns í okkur.“ Íslenska liðið er orðinn fastagestur á stórmótum í handbolta en strákarnir þreytast aldrei á að fara þangað. „Það er heiður að fá að vera með á stórmótum. Alls ekki sjálfgefið. Við erum þakklátir fyrir það. Nú getum við farið að bóka flug til Rússlands og svo mæta allir í janúar með okkur til Þýskalands og Danmerkur.“ Talandi um Rússland, ætlar Bjöggi að eyða sumarfríinu þar? „Nei, ekki hjá mér. Nú er búinn að vera handbolti á heilanum í ár og loks komið að fótbolta. Tek einn dag í að hugsa um ekki neitt og svo kemur fótbolti frá og með næsta degi og ég fylgist með strákunum okkar í fótboltalandsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur í þriggja marka sigri Íslands á Litháum í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Laugardalshöll í kvöld. Honum leið að vonum vel í leikslok. „Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er það besta sem maður gerir á hverju ári, að koma liðinu á stórmót. Fyrir framan fulla stúku á svona mómenti þar sem allt snýst um fótbolta er náttúrulega sturlað,“ sagði Björgvin í leikslok. „Maður fattaði það ekki í janúar hvað það var geggjað að komast á svona mót. Við mætum virkilega góðum andstæðing sem að var mjög erfitt.“ Leikurinn í dag var erfiður og fékk liðið á sig óþarflega mörg auðveld mörk, þó það skrifist kannski ekki bara á markmanninn. „Jújú, þú mátt alveg kenna mér um. En það er hárrétt, þeir eru með virkilega hæfileikaríka menn fyrir utan. Miðjumaðurinn þeirra var okkur mjög erfiður. Hann er í heimsklassa, skemmtilegur handboltamaður sem henntar okkur mjög illa. Við erum á síðustu dropunum undir restina, þetta er orðið langt verkefni og erfitt á móti andstæðing sem menn keppast um að vanmeta í fjölmiðlum.“ „Við mætum þeim á mikilvægum mómentum fyrir þá, þeir voru niðurbrotnir því þeir ætluðu sér á HM. En það er virkilega erfitt að tapa fyrir okkur í Höllinni, ég held ég hafi aldrei tapað mótsleik hér og við byrjum ekki á því í dag.“ „Með þennan stuðning og svo hitnar Guðjón Valur, þá á ekkert lið séns í okkur.“ Íslenska liðið er orðinn fastagestur á stórmótum í handbolta en strákarnir þreytast aldrei á að fara þangað. „Það er heiður að fá að vera með á stórmótum. Alls ekki sjálfgefið. Við erum þakklátir fyrir það. Nú getum við farið að bóka flug til Rússlands og svo mæta allir í janúar með okkur til Þýskalands og Danmerkur.“ Talandi um Rússland, ætlar Bjöggi að eyða sumarfríinu þar? „Nei, ekki hjá mér. Nú er búinn að vera handbolti á heilanum í ár og loks komið að fótbolta. Tek einn dag í að hugsa um ekki neitt og svo kemur fótbolti frá og með næsta degi og ég fylgist með strákunum okkar í fótboltalandsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira