Aron: Eigum að vinna svona lið með stærri mun á heimavelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 23:06 Aron skoraði fimm mörk í kvöld vísir/ernir Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30