Svörtustu spádómar um loftslagsbreytingar að rætast og mannkynið nánast fallið á tíma Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. júní 2018 23:30 Útlitið hefur sjaldan verið eins dökkt í loftslagsmálum og bráðnun íshellna verður brátt óafturkræf Vísir/Getty Íshella Suðurskautslandsins er farin að bráðna miklu hraðar en áður og nú er svo komið að meira en 200 milljarðar tonna af ís renna út í hafið á hverju ári og yfirborð sjávar hækkar um hálfan millimetra árlega. Alþjóðlegur hópur 80 vísindamanna greindi frá þessu í dag í svartri skýrslu um loftslagsmál. Niðurstöðurnar sýna að íshellan bráðnar nú þrefalt hraðar en fyrir aðeins tíu árum og hraðinn er enn að aukast. Með sama áframhaldi er útlit fyrir að margir verstu spádómar um loftslagsbreytingar verði að veruleika innan fárra áratuga. Mannkynið er nánast fallið á tíma vilji það afstýra hnattrænum hörmungum. Til að eiga einhvern möguleika á að laga stöðuna þyrfti að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda nú þegar eða í allra síðasta lagi innan tíu ára. Það er borin von í ljósi nýjustu fregna af loftslagssamþykktum sem Bandaríkjastjórn ætlar ekki að virða. Ef við lítum aðeins á þróun mála er útlitið dekkra en það hefur verið lengi. Á fimm ára tímabili frá 1992 til 1997 minnkaði íshella Suðurskautsins að jafnaði um 49 milljarða tonna af ís á ársgrundvelli. Aðeins áratug síðar, á tímabilinu frá 2002 til 2007, var bráðnunin komin upp í 73 milljarða tonna árlega. Frá 2012 til 2017 rauk þessi tala upp í 219 milljarða tonna. Það er einfaldlega allt annar veruleiki en íhaldssamari spár gerðu ráð fyrir þegar ríki heims voru að mynda loftslagsstefnu sína. Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Eins og aðrir repúblikanar vefengdi James Bridenstine loftslagsvísindi. Nú er hann tekinn við NASA og hefur skipt um skoðun. 7. júní 2018 10:23 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Íshella Suðurskautslandsins er farin að bráðna miklu hraðar en áður og nú er svo komið að meira en 200 milljarðar tonna af ís renna út í hafið á hverju ári og yfirborð sjávar hækkar um hálfan millimetra árlega. Alþjóðlegur hópur 80 vísindamanna greindi frá þessu í dag í svartri skýrslu um loftslagsmál. Niðurstöðurnar sýna að íshellan bráðnar nú þrefalt hraðar en fyrir aðeins tíu árum og hraðinn er enn að aukast. Með sama áframhaldi er útlit fyrir að margir verstu spádómar um loftslagsbreytingar verði að veruleika innan fárra áratuga. Mannkynið er nánast fallið á tíma vilji það afstýra hnattrænum hörmungum. Til að eiga einhvern möguleika á að laga stöðuna þyrfti að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda nú þegar eða í allra síðasta lagi innan tíu ára. Það er borin von í ljósi nýjustu fregna af loftslagssamþykktum sem Bandaríkjastjórn ætlar ekki að virða. Ef við lítum aðeins á þróun mála er útlitið dekkra en það hefur verið lengi. Á fimm ára tímabili frá 1992 til 1997 minnkaði íshella Suðurskautsins að jafnaði um 49 milljarða tonna af ís á ársgrundvelli. Aðeins áratug síðar, á tímabilinu frá 2002 til 2007, var bráðnunin komin upp í 73 milljarða tonna árlega. Frá 2012 til 2017 rauk þessi tala upp í 219 milljarða tonna. Það er einfaldlega allt annar veruleiki en íhaldssamari spár gerðu ráð fyrir þegar ríki heims voru að mynda loftslagsstefnu sína.
Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Eins og aðrir repúblikanar vefengdi James Bridenstine loftslagsvísindi. Nú er hann tekinn við NASA og hefur skipt um skoðun. 7. júní 2018 10:23 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Eins og aðrir repúblikanar vefengdi James Bridenstine loftslagsvísindi. Nú er hann tekinn við NASA og hefur skipt um skoðun. 7. júní 2018 10:23
Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00