Hin endalausa tillitssemi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. júní 2018 07:00 Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun