Heimsbyggðin hvött til þess að halda með Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 14:00 Karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Gana í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00