„Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. júní 2018 21:30 Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02