Lokahnykkurinn Hörður Ægisson skrifar 15. júní 2018 10:00 Í fyrsta sinn frá því að allt fjármálakerfið hrundi fyrir tíu árum er íslenskur banki á leið á hlutabréfamarkað. Þegar Arion banki verður skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í dag, föstudag, mun bankinn verða næststærsta fyrirtækið í Kauphöllinni – aðeins Marel er stærra – með markaðsvirði upp á um 135 milljarða. Skráning bankans markar upphafið að lokahnykknum í endurreisn íslensks fjármálakerfis. Eignarhald á bönkunum mun á komandi árum færast úr höndum slitabúa og ríkisins til virkra hluthafa, erlendra sem og innlendra fagfjárfesta. Það er í senn tímabært og æskilegt. Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika. Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því að allt fjármálakerfið hrundi fyrir tíu árum er íslenskur banki á leið á hlutabréfamarkað. Þegar Arion banki verður skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í dag, föstudag, mun bankinn verða næststærsta fyrirtækið í Kauphöllinni – aðeins Marel er stærra – með markaðsvirði upp á um 135 milljarða. Skráning bankans markar upphafið að lokahnykknum í endurreisn íslensks fjármálakerfis. Eignarhald á bönkunum mun á komandi árum færast úr höndum slitabúa og ríkisins til virkra hluthafa, erlendra sem og innlendra fagfjárfesta. Það er í senn tímabært og æskilegt. Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika. Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun