Kvarta undan herferð Félags garðyrkjumanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2018 06:00 Skjáskot úr umtalaðri auglýsingu Félags garðyrkjumanna. Innfluttu grænmeti var ekki gert hátt undir höfði. auglýsing félags garðyrkjumanna Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira