Ísgangafélag í Langjökli vill að ríkið og Borgarbyggð kosti bílastæði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júní 2018 06:00 Ísgöngin hafa notið vaxandi vinsælda á meðal ferðamanna á undanförnum árum Vísir Into the Glacier sem rekur ísgöng í Langjökli vill að Vegagerðin og Borgarbyggð beri kostnað vegna gerðar bílastæðis við jökulröndina. „Vegna aukinnar ásóknar ferðamanna að svæðinu hefur ítrekað komið upp sú staða að bílaleigubílum er ekið nánast alveg upp að jökuljaðri þar sem varhugavert getur reynst að leggja bílum vegna aurbleytu. Að auki kom það upp í fyrra að óbreyttum bílaleigubílum var ekið inn á jökulinn með tilheyrandi hættu,“ segir í bréfi Sverris Árnasonar, öryggisstjóra Into the Glacier. Sverrir segir enn fremur að umferð jöklatrukka og ferðaþjónustujeppa um veginn auki hættu á slysum og óhöppum. ITG leggi til bílaplan utan í jökulöldunni.Sjá einnig: Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra „Við teljum að með þessum minniháttar inngripum í náttúrulegt umhverfi á svæðinu verði komið í veg fyrir að ökutæki festist í jökulleir við jaðarinn með ófyrirsjáanlegu raski,“ segir í bréfi Sverris. „Við óskum þess að Borgarbyggð sendi beiðni til Vegagerðarinnar að sinna þessu verkefni þegar tækjakostur þeirra er á svæðinu. Vegna takmarkaðra fjárframlaga til vegabóta gæti verið að einhver kostnaður falli á Borgarbyggð vegna þessa,“ skrifar öryggisstjórinn. Byggðarráð Borgarbyggðar segir ekki forsendur til að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við vegagerð og lagfæringu bílastæðis „við þennan ferðamannastað frekar en svo marga aðra að óbreyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna tekna af ferðaþjónustu í landinu“ eins og segir í bókun ráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Into the Glacier sem rekur ísgöng í Langjökli vill að Vegagerðin og Borgarbyggð beri kostnað vegna gerðar bílastæðis við jökulröndina. „Vegna aukinnar ásóknar ferðamanna að svæðinu hefur ítrekað komið upp sú staða að bílaleigubílum er ekið nánast alveg upp að jökuljaðri þar sem varhugavert getur reynst að leggja bílum vegna aurbleytu. Að auki kom það upp í fyrra að óbreyttum bílaleigubílum var ekið inn á jökulinn með tilheyrandi hættu,“ segir í bréfi Sverris Árnasonar, öryggisstjóra Into the Glacier. Sverrir segir enn fremur að umferð jöklatrukka og ferðaþjónustujeppa um veginn auki hættu á slysum og óhöppum. ITG leggi til bílaplan utan í jökulöldunni.Sjá einnig: Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra „Við teljum að með þessum minniháttar inngripum í náttúrulegt umhverfi á svæðinu verði komið í veg fyrir að ökutæki festist í jökulleir við jaðarinn með ófyrirsjáanlegu raski,“ segir í bréfi Sverris. „Við óskum þess að Borgarbyggð sendi beiðni til Vegagerðarinnar að sinna þessu verkefni þegar tækjakostur þeirra er á svæðinu. Vegna takmarkaðra fjárframlaga til vegabóta gæti verið að einhver kostnaður falli á Borgarbyggð vegna þessa,“ skrifar öryggisstjórinn. Byggðarráð Borgarbyggðar segir ekki forsendur til að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við vegagerð og lagfæringu bílastæðis „við þennan ferðamannastað frekar en svo marga aðra að óbreyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna tekna af ferðaþjónustu í landinu“ eins og segir í bókun ráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00