Núna eða aldrei Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2018 08:45 Læknahjónin Kristmundur og Jurate Ásmundsson eru dyggir stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins og ætla að fylgja liðinu vítt og breitt eftir í Rússlandi og skoða land og þjóð á milli leikja. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Læknahjónin Kristmundur og Jurate Ásmundsson bókuðu 33 hótel í Rússlandi kvöldið sem ljóst varð að Íslendingar færu á HM. Í för með þeim er einlæg trú á landsliðið. Kvöldið sem Íslendingar tryggðu sig á HM, eftir sigur gegn Kósovó, stóð ég upp úr sófanum og sagði við frúna: „Það er nú eða aldrei,“ enda var búið að vera lengi í bígerð hjá okkur hjónum að fara til Rússlands,“ segir Kristmundur Ásmundsson, öldrunarlæknir á Landakotsspítala. Þetta sama kvöld hófst Kristmundur þegar handa við undirbúning ferðalagsins á HM. Dæmið leit svona út: Ellefu mögulegir leikstaðir og þrír leikir á hverjum stað; samtals 33 mögulegir HM-leikir. „Til að fá sem best kjör pantaði ég strax flugmiða og 33 hótel í gegnum booking.com, og þegar dregið var í riðla 1. desember afpantaði ég það sem ég þurfti ekki lengur með og keypti miða í fyrstu umferð,“ útskýrir Kristmundur sem pantaði fimm miða á mann og á einnig miða í sextán og átta liða úrslit, ef til þess kemur fyrir Ísland. „Fari Ísland alla leið verður vissulega svekkjandi að vera ekki með en ég ákvað að kaupa ekki fleiri miða þar sem ég þarf að mæta í vinnu eftir sumarfríið. Ég á svo ekki von á því að það verði erfitt að selja þessa miða ef með þarf, og vafalaust margir sem vilja komast á þessa leiki, sama hvaða lönd keppa, en við vonumst auðvitað til að Ísland verði eitt af þeim.“Bæði elska og hata Rússa Eiginkona Kristmundar, Jurate Ásmundsson, læknir og sérfræðingur í meinafræði og frumumeinafræðum á Landspítala, er potturinn og pannan í Rússlandsferð þeirra hjóna. „Jurate er fædd í Litháen en alin upp í gömlu Sovétríkjunum, talar reiprennandi rússnesku og þekkir rússneska hugsunarháttinn. Litháar elska bæði og hata Rússana, því þeir muna vel eftir kúguninni en elska kúltúrinn. Jurate verður minn leiðsögumaður í þessari ferð og við hlökkum mikið til að skoða þetta stóra land og lenda í þessu gjörólíka umhverfi. Þar býr stolt þjóð með mikla sögu og menningu, dásamlega tónlist og einkar ljúffengan. Það segir sitt um trú mína á landsliðinu að ég keypti alla þessa miða og er búinn að fá leyfi á spítalanum,“ segir Kristmundur. Þau hjón verða á ferðalagi um Rússland í þrjár til fjórar vikur, allt eftir gengi landsliðsins á HM. „En þótt fótboltaleikirnir séu hápunktar ferðarinnar er svo óskaplega margt og merkilegt að skoða í Rússlandi. Ég hlakka ósegjanlega til að sjá Vetrarhöllina í St. Pétursborg, rússneska náttúru, fólkið og Kreml, og Jurate er ákveðin í að sjá lík Leníns í grafhýsi hans á Rauða torginu í Moskvu,“ segir Kristmundur en þau hjón verða í Nischni Nowgorod á meðan þau bíða eftir leiknum á móti Nígeríu í Volgograd og fara þaðan til Rostov. Lék fótbolta með Breiðabliki Kristmundur og Jurate flugu utan 9. júní með fyrsta beina flugi Siberian Airlines frá Keflavík til Moskvu. Í ferðinni munu þau leggja 5.000 kílómetra að baki og fljúga á milli staða. „Það verður ævintýri að fara á fyrsta leik Íslands í Moskvu og svo sérlega áhugavert að horfa á leikinn á móti Nígeríumönnum því þeir spila svo ólíkan fótbolta. Ég segi eins og landsliðsmennirnir, að maður er orðinn svolítið þreyttur á að spila á móti Króatíu, en það gæti orðið æsispennandi leikur sem ræður úrslitum um hvernig allt fer,“ segir Kristmundur fullur áhuga og haldinn íþróttabakteríu frá unglingsárunum en hann lék knattspyrnu til tvítugs og handbolta til þrítugs. „Áhugi á landsliðinu dvínar aldrei en mér er orðið nokk sama hvað er að gerast í enska boltanum. Ég hélt með Leeds United á árum áður en þeir geta bara ekkert í boltanum svo ég nenni ekki að fylgjast með þeim lengur,“ segir Kristmundur sem spilaði fótbolta með Breiðabliki og handbolta með KR og Gróttu. „Breiðablik hélt mér í liðum sínum upp í tvítugt en það reyndi aldrei almennilega á hæfileika mína þar sem ég var alltaf rifinn úr boltanum í miðjum klíðum og sendur í sveit á sumrin. Síðar tók handboltinn yfir og ég var nógu góður til að spila nokkur ár með meistaraflokki Gróttu í fyrstu deild.“ Geðshræring í stúkunni Eftirlætisleikmaður Kristmundar nú um stundir er Gylfi Sigurðsson. „Gylfi stendur svolítið upp úr en reyndar eru þeir hver öðrum skemmtilegri, strákarnir í landsliðinu, og nú er komið í liðið fullt af ungum piltum sem er forvitnilegt að fylgjast með. Mér finnst líka mjög gaman að fylgjast með fyrirliðanum Aroni Einari, sem er gríðarlegur karakter, og hvernig hann stýrir sínum mönnum,“ segir Kristmundur fullur tilhlökkunar til að setjast í rússneskar stúkur með áhangendum íslenska landsliðsins. „Rétt eins og aðrir get ég vissulega komist í uppnám og það fer örugglega geðshræring um mann yfir að vera staddur mitt í þessu öllu saman. Það verður ógleymanleg upplifun að taka þátt í víkingaklappinu og kyrja „Áfram Ísland!“ í kraftmiklum kór. Ég er líka búinn að kaupa miða í íslensku eftirpartíin í Volgograd og Rostov en ég sleppi partíinu í Moskvu því þar ætla ég að hitta vin minn og gera eitthvað með honum eftir leik.“ Í farteskinu hjá Kristmundi og Jurate er von og trú á íslenska landsliðinu. „Það segir sitt um trú mína á íslenska landsliðinu að ég keypti alla þessa miða og er búinn að fá leyfi ef til kemur á spítalanum. Það er heldur engin ástæða til annars en að trúa og vona það besta. Ef íslenska landsliðið nær sama takti og það gerði í Frakklandi, og hefur sýnt í leikjum riðlakeppninnar, mun því ganga allt að óskum. Menn geta auðvitað verið óheppnir og fengið á sig slysamörk en að því slepptu mun þeim ganga vel,“ segir Kristmundur sem heldur með Svíum ef Íslendingar detta út. „Eftir að hafa búið og starfað sem læknir um árabil í Svíþjóð mun ég vitaskuld halda með Svíum, og ef Svíarnir detta út verður varaliðið að sjálfsögðu Danir. Í dag er þó aðeins eitt sem kemst að og það er: Áfram Ísland!“ segir Kristmundur kátur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Sjá meira
Læknahjónin Kristmundur og Jurate Ásmundsson bókuðu 33 hótel í Rússlandi kvöldið sem ljóst varð að Íslendingar færu á HM. Í för með þeim er einlæg trú á landsliðið. Kvöldið sem Íslendingar tryggðu sig á HM, eftir sigur gegn Kósovó, stóð ég upp úr sófanum og sagði við frúna: „Það er nú eða aldrei,“ enda var búið að vera lengi í bígerð hjá okkur hjónum að fara til Rússlands,“ segir Kristmundur Ásmundsson, öldrunarlæknir á Landakotsspítala. Þetta sama kvöld hófst Kristmundur þegar handa við undirbúning ferðalagsins á HM. Dæmið leit svona út: Ellefu mögulegir leikstaðir og þrír leikir á hverjum stað; samtals 33 mögulegir HM-leikir. „Til að fá sem best kjör pantaði ég strax flugmiða og 33 hótel í gegnum booking.com, og þegar dregið var í riðla 1. desember afpantaði ég það sem ég þurfti ekki lengur með og keypti miða í fyrstu umferð,“ útskýrir Kristmundur sem pantaði fimm miða á mann og á einnig miða í sextán og átta liða úrslit, ef til þess kemur fyrir Ísland. „Fari Ísland alla leið verður vissulega svekkjandi að vera ekki með en ég ákvað að kaupa ekki fleiri miða þar sem ég þarf að mæta í vinnu eftir sumarfríið. Ég á svo ekki von á því að það verði erfitt að selja þessa miða ef með þarf, og vafalaust margir sem vilja komast á þessa leiki, sama hvaða lönd keppa, en við vonumst auðvitað til að Ísland verði eitt af þeim.“Bæði elska og hata Rússa Eiginkona Kristmundar, Jurate Ásmundsson, læknir og sérfræðingur í meinafræði og frumumeinafræðum á Landspítala, er potturinn og pannan í Rússlandsferð þeirra hjóna. „Jurate er fædd í Litháen en alin upp í gömlu Sovétríkjunum, talar reiprennandi rússnesku og þekkir rússneska hugsunarháttinn. Litháar elska bæði og hata Rússana, því þeir muna vel eftir kúguninni en elska kúltúrinn. Jurate verður minn leiðsögumaður í þessari ferð og við hlökkum mikið til að skoða þetta stóra land og lenda í þessu gjörólíka umhverfi. Þar býr stolt þjóð með mikla sögu og menningu, dásamlega tónlist og einkar ljúffengan. Það segir sitt um trú mína á landsliðinu að ég keypti alla þessa miða og er búinn að fá leyfi á spítalanum,“ segir Kristmundur. Þau hjón verða á ferðalagi um Rússland í þrjár til fjórar vikur, allt eftir gengi landsliðsins á HM. „En þótt fótboltaleikirnir séu hápunktar ferðarinnar er svo óskaplega margt og merkilegt að skoða í Rússlandi. Ég hlakka ósegjanlega til að sjá Vetrarhöllina í St. Pétursborg, rússneska náttúru, fólkið og Kreml, og Jurate er ákveðin í að sjá lík Leníns í grafhýsi hans á Rauða torginu í Moskvu,“ segir Kristmundur en þau hjón verða í Nischni Nowgorod á meðan þau bíða eftir leiknum á móti Nígeríu í Volgograd og fara þaðan til Rostov. Lék fótbolta með Breiðabliki Kristmundur og Jurate flugu utan 9. júní með fyrsta beina flugi Siberian Airlines frá Keflavík til Moskvu. Í ferðinni munu þau leggja 5.000 kílómetra að baki og fljúga á milli staða. „Það verður ævintýri að fara á fyrsta leik Íslands í Moskvu og svo sérlega áhugavert að horfa á leikinn á móti Nígeríumönnum því þeir spila svo ólíkan fótbolta. Ég segi eins og landsliðsmennirnir, að maður er orðinn svolítið þreyttur á að spila á móti Króatíu, en það gæti orðið æsispennandi leikur sem ræður úrslitum um hvernig allt fer,“ segir Kristmundur fullur áhuga og haldinn íþróttabakteríu frá unglingsárunum en hann lék knattspyrnu til tvítugs og handbolta til þrítugs. „Áhugi á landsliðinu dvínar aldrei en mér er orðið nokk sama hvað er að gerast í enska boltanum. Ég hélt með Leeds United á árum áður en þeir geta bara ekkert í boltanum svo ég nenni ekki að fylgjast með þeim lengur,“ segir Kristmundur sem spilaði fótbolta með Breiðabliki og handbolta með KR og Gróttu. „Breiðablik hélt mér í liðum sínum upp í tvítugt en það reyndi aldrei almennilega á hæfileika mína þar sem ég var alltaf rifinn úr boltanum í miðjum klíðum og sendur í sveit á sumrin. Síðar tók handboltinn yfir og ég var nógu góður til að spila nokkur ár með meistaraflokki Gróttu í fyrstu deild.“ Geðshræring í stúkunni Eftirlætisleikmaður Kristmundar nú um stundir er Gylfi Sigurðsson. „Gylfi stendur svolítið upp úr en reyndar eru þeir hver öðrum skemmtilegri, strákarnir í landsliðinu, og nú er komið í liðið fullt af ungum piltum sem er forvitnilegt að fylgjast með. Mér finnst líka mjög gaman að fylgjast með fyrirliðanum Aroni Einari, sem er gríðarlegur karakter, og hvernig hann stýrir sínum mönnum,“ segir Kristmundur fullur tilhlökkunar til að setjast í rússneskar stúkur með áhangendum íslenska landsliðsins. „Rétt eins og aðrir get ég vissulega komist í uppnám og það fer örugglega geðshræring um mann yfir að vera staddur mitt í þessu öllu saman. Það verður ógleymanleg upplifun að taka þátt í víkingaklappinu og kyrja „Áfram Ísland!“ í kraftmiklum kór. Ég er líka búinn að kaupa miða í íslensku eftirpartíin í Volgograd og Rostov en ég sleppi partíinu í Moskvu því þar ætla ég að hitta vin minn og gera eitthvað með honum eftir leik.“ Í farteskinu hjá Kristmundi og Jurate er von og trú á íslenska landsliðinu. „Það segir sitt um trú mína á íslenska landsliðinu að ég keypti alla þessa miða og er búinn að fá leyfi ef til kemur á spítalanum. Það er heldur engin ástæða til annars en að trúa og vona það besta. Ef íslenska landsliðið nær sama takti og það gerði í Frakklandi, og hefur sýnt í leikjum riðlakeppninnar, mun því ganga allt að óskum. Menn geta auðvitað verið óheppnir og fengið á sig slysamörk en að því slepptu mun þeim ganga vel,“ segir Kristmundur sem heldur með Svíum ef Íslendingar detta út. „Eftir að hafa búið og starfað sem læknir um árabil í Svíþjóð mun ég vitaskuld halda með Svíum, og ef Svíarnir detta út verður varaliðið að sjálfsögðu Danir. Í dag er þó aðeins eitt sem kemst að og það er: Áfram Ísland!“ segir Kristmundur kátur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Sjá meira