Hvorki hægt að hrópa húh né húrra fyrir veðrinu um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 12:00 Myndin er tekin á Ingólfstorgi þegar Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Þá, eins og nú, var settur upp risaskjár á Ingólfstorgi en það er ekki víst að það viðri neitt sérstaklega vel á torginu á morgun þar sem fólk gæti átt von á skúrum og ekkert neitt miklum hita. vísir/hanna Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar. Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar.
Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira