Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:39 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir spítalann finna rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skortir tilfinnanlega hjúkrunarfræðingar. Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. Í pistlinum setur Páll þetta í samhengi við það að í dag séu 98 ár frá því að hornsteinn var lagður að Landspítala við Hringbraut. Rúmum fjórum árum síðar, í desember 1930, lagðist svo fyrsti sjúklingurinn inn og fljótlega varð ljóst að byggja þurfti við spítalann. „Þetta er í raun saga heilbrigðsþjónustunnar, stórstígar framfarir kalla á sífellt meiri og sérhæfðari þjónustu, á sama tíma og öldruðum og lang- og fjölveikum fjölgar. Þörfin fyrir aukinn mannafla í heilbrigðisstéttum er gríðarlegur og í sumar finnum við rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum og þurfum að draga úr starfsemi vegna hans. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt starfsstétt um allan heim og það er verulegt áhyggjuefni, raunar ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið hversu fáir velja sér þennan spennandi starfsvettvang. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því þegar fyrsta hjúkrunarkonan steig á land á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 var haft á orði að þær hefðu nú þurft að vera tvær,“ segir Páll. Áður hafði hann greint frá því að vegna skorts á hjúkrunarfræðingum myndu sumarlokanir á spítalanum hafa meiri áhrif á starfsemi spítalans þetta sumar heldur en fyrri sumur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir spítalann finna rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skortir tilfinnanlega hjúkrunarfræðingar. Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. Í pistlinum setur Páll þetta í samhengi við það að í dag séu 98 ár frá því að hornsteinn var lagður að Landspítala við Hringbraut. Rúmum fjórum árum síðar, í desember 1930, lagðist svo fyrsti sjúklingurinn inn og fljótlega varð ljóst að byggja þurfti við spítalann. „Þetta er í raun saga heilbrigðsþjónustunnar, stórstígar framfarir kalla á sífellt meiri og sérhæfðari þjónustu, á sama tíma og öldruðum og lang- og fjölveikum fjölgar. Þörfin fyrir aukinn mannafla í heilbrigðisstéttum er gríðarlegur og í sumar finnum við rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum og þurfum að draga úr starfsemi vegna hans. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt starfsstétt um allan heim og það er verulegt áhyggjuefni, raunar ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið hversu fáir velja sér þennan spennandi starfsvettvang. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því þegar fyrsta hjúkrunarkonan steig á land á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 var haft á orði að þær hefðu nú þurft að vera tvær,“ segir Páll. Áður hafði hann greint frá því að vegna skorts á hjúkrunarfræðingum myndu sumarlokanir á spítalanum hafa meiri áhrif á starfsemi spítalans þetta sumar heldur en fyrri sumur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira