Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2018 21:45 Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. Þetta er í fyrsta sinn sem kona stýrir svo stórum virkjanaframkvæmdum hérlendis. Vinnusvæðið við Búrfell var heimsótt í fréttum Stöðvar 2. Nýju mannvirkin sem sjást á yfirborðinu eru nánast bara tveggja kílómetra langur frárennslisskurður og svo gangamuninn inn í fjallið því virkjunin er að mestu leyti grafin inn í fjall og nýtir stíflur og uppistöðulón þeirra virkjana sem fyrir eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Stöðvarhúsið er inni í fjallinu. Eftir að búið er að beisla fallorkuna rennur vatnið út úr göngunum, um frárennslisskurð, og sameinast aftur Þjórsá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hérna var að fara framhjá á ári hverju svona um 420 gígavattstundir. Með tilkomu þessarar stöðvar náum við að nýta það framhjárennsli að stórum hluta og stefnum að því að framleiða hér um 300 gígavattstundir á ári,” segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2. Miðað við meðalverð sem Landsvirkjun fékk fyrir orkusölu til stóriðju á síðastliðnu ári má áætla að söluverðmæti orku virkjunarinnar sé vart undir einum milljarði króna á ári. Áætlað er að smíði hennar kosti um sautján milljarða króna.Séð niður með frárennslisskurðinum. Búrfell sést á vinstri hönd en vinnubúðirnar eru hægra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Núna er um 140 manns að störfum á svæðinu en voru um 240, þegar flest var, þar af um 40 prósent Íslendingar. „Þetta hefur verið svolítið knappur framkvæmdatími, aðeins tvö ár, en gengið mjög vel. Og við þurfum að hafa svolítið hraðar hendur núna, það styttist í gangsetningu,” segir Ásbjörg. Stærsti verktakinn er samsteypa ÍAV og Marti Contractors. Tryggvi Jónsson, staðarstjóri þeirra í Búrfelli, segir að þeir séu stoltir af sínum þætti.Tryggvi Jónsson, staðarverkfræðingur ÍAV Marti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mjög stoltir, og sérstaklega að hafa náð að vinna þetta á þessum stutta verktíma,” segir Tryggvi. Í verkinu hafi verið 32 verkáfangar, allir með dagsektum, og ennþá hafi tekist að skila flestum á réttum tíma. Og hér finnum við starfsmann sem komið hefur að smíði flestra stórvirkjana landsins undanfarna áratugi, Davíð Jóhannesson hjólaskóflumann. Hann segist hafa byrjað í Sigöldu árið 1973. „Svo hef ég elt þetta síðan, allar þessar virkjanir, og svo núna hérna. Ég ætla að taka restina hér áður en ég hætti þessu,” segir Davíð.Davíð Jóhannesson er búinn að starfa á vinnuvélum í flestum stórvirkjunum landsins allt frá árinu 1973.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar við spyrjum hvað sé svona eftirsóknarvert við virkjanavinnuna nefnir hann félagsskapinn, útivistina og náttúruna. „Og svo náttúrulega kraftmikil vinna og mikið um að vera. Og félagsskapurinn er náttúrlega fyrst og síðast. Þetta eru flottir gæjar sem eru að vinna hérna, bæði íslenskir og erlendir.” Og ekki bara gæjar því þetta er í fyrsta sinn sem kona stýrir smíði stórvirkjunar. „Auðvitað er ég vissulega stolt af því og vona að það verði kannski hvatning til annarra kvenna til þess að koma í bransann. Þetta er náttúrulega svakalega skemmtilegt verkefni að fá að taka þátt í því,” segir Ásbjörg, en hún er með doktorspróf í verkfræði frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og kom áður að verkefnisstjórn Kárahnjúkavirkjunar.Gangamunninn að stöðvarhúsinu. Áformað er að virkjunin verði gangsett í lok þessa mánaðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar Kristján Eldjárn forseti gangsetti gömlu Búrfellsvirkjunina í byrjun maímánaðar árið 1970 sögðu menn í gríni að hann hefði sennilega ýtt á rangan takka því þremur dögum síðar fór Hekla að gjósa. Það er eins gott að menn ýti á réttan takka þegar nýja Búrfellsvirkjunin verður gangsett þann 28. júní næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. Þetta er í fyrsta sinn sem kona stýrir svo stórum virkjanaframkvæmdum hérlendis. Vinnusvæðið við Búrfell var heimsótt í fréttum Stöðvar 2. Nýju mannvirkin sem sjást á yfirborðinu eru nánast bara tveggja kílómetra langur frárennslisskurður og svo gangamuninn inn í fjallið því virkjunin er að mestu leyti grafin inn í fjall og nýtir stíflur og uppistöðulón þeirra virkjana sem fyrir eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Stöðvarhúsið er inni í fjallinu. Eftir að búið er að beisla fallorkuna rennur vatnið út úr göngunum, um frárennslisskurð, og sameinast aftur Þjórsá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hérna var að fara framhjá á ári hverju svona um 420 gígavattstundir. Með tilkomu þessarar stöðvar náum við að nýta það framhjárennsli að stórum hluta og stefnum að því að framleiða hér um 300 gígavattstundir á ári,” segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2. Miðað við meðalverð sem Landsvirkjun fékk fyrir orkusölu til stóriðju á síðastliðnu ári má áætla að söluverðmæti orku virkjunarinnar sé vart undir einum milljarði króna á ári. Áætlað er að smíði hennar kosti um sautján milljarða króna.Séð niður með frárennslisskurðinum. Búrfell sést á vinstri hönd en vinnubúðirnar eru hægra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Núna er um 140 manns að störfum á svæðinu en voru um 240, þegar flest var, þar af um 40 prósent Íslendingar. „Þetta hefur verið svolítið knappur framkvæmdatími, aðeins tvö ár, en gengið mjög vel. Og við þurfum að hafa svolítið hraðar hendur núna, það styttist í gangsetningu,” segir Ásbjörg. Stærsti verktakinn er samsteypa ÍAV og Marti Contractors. Tryggvi Jónsson, staðarstjóri þeirra í Búrfelli, segir að þeir séu stoltir af sínum þætti.Tryggvi Jónsson, staðarverkfræðingur ÍAV Marti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mjög stoltir, og sérstaklega að hafa náð að vinna þetta á þessum stutta verktíma,” segir Tryggvi. Í verkinu hafi verið 32 verkáfangar, allir með dagsektum, og ennþá hafi tekist að skila flestum á réttum tíma. Og hér finnum við starfsmann sem komið hefur að smíði flestra stórvirkjana landsins undanfarna áratugi, Davíð Jóhannesson hjólaskóflumann. Hann segist hafa byrjað í Sigöldu árið 1973. „Svo hef ég elt þetta síðan, allar þessar virkjanir, og svo núna hérna. Ég ætla að taka restina hér áður en ég hætti þessu,” segir Davíð.Davíð Jóhannesson er búinn að starfa á vinnuvélum í flestum stórvirkjunum landsins allt frá árinu 1973.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar við spyrjum hvað sé svona eftirsóknarvert við virkjanavinnuna nefnir hann félagsskapinn, útivistina og náttúruna. „Og svo náttúrulega kraftmikil vinna og mikið um að vera. Og félagsskapurinn er náttúrlega fyrst og síðast. Þetta eru flottir gæjar sem eru að vinna hérna, bæði íslenskir og erlendir.” Og ekki bara gæjar því þetta er í fyrsta sinn sem kona stýrir smíði stórvirkjunar. „Auðvitað er ég vissulega stolt af því og vona að það verði kannski hvatning til annarra kvenna til þess að koma í bransann. Þetta er náttúrulega svakalega skemmtilegt verkefni að fá að taka þátt í því,” segir Ásbjörg, en hún er með doktorspróf í verkfræði frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og kom áður að verkefnisstjórn Kárahnjúkavirkjunar.Gangamunninn að stöðvarhúsinu. Áformað er að virkjunin verði gangsett í lok þessa mánaðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar Kristján Eldjárn forseti gangsetti gömlu Búrfellsvirkjunina í byrjun maímánaðar árið 1970 sögðu menn í gríni að hann hefði sennilega ýtt á rangan takka því þremur dögum síðar fór Hekla að gjósa. Það er eins gott að menn ýti á réttan takka þegar nýja Búrfellsvirkjunin verður gangsett þann 28. júní næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45