Innlent

Jarðskjálfti að stærð 3,5 fannst vel á Tröllaskaga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. Vísir/Stefán
Í kvöld klukkan 23:03 varð jarðskjálfti 3,5 að stærð rúmlega 10 kílómetra norðvestur af Siglufirði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þá hafa Veðurstofu borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Skagafirði. Engir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 

Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftar á þessu svæði séu ekki óvanalegir. Einhverjir mánuðir séu síðan síðasti skjálfti af þessari stærðargráðu varð á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×