Sýklalyf í Frú Ragnheiði draga úr álaginu á bráðamóttökuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2018 08:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, segir að nú þegar farið sé að veita skjóstæðingum sýklalyf sé hægt að draga úr komum fólks með fjölþættan vanda á bráðamóttökuna. Vísir/Ernir „Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels