Lagaskilyrði um framkvæmd símhlustunar ekki uppfyllt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Lögregla hefur ýmis ráð til þess að sinna hlutverki sínu. Vísir/Stefán Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira