Körfubolti

Elvar Már í atvinnumennsku í Frakklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar í háskólaboltanum.
Elvar í háskólaboltanum. vísir/getty
Elvar Már Friðriksson mun hefja atvinnumannaferil sinn í körfubolta með franska liðinu Denain Voltaire sem spilar í næst efstu deild í Frakklandi.

Elvar Már útskrifaðist úr Barry háskólanum í vor. Hann fór á kostum með liði skólans í vetur og var þeirra besti maður. Hann var hlaðinn verðlaunum í vor og meðal annars valinn íþróttamaður skólans.

Umboðsmannastofan Inception Sports greinir frá þessu á Twitter í dag og þá segir Denain frá því á Facebook síðu sinni að félagið hafi samið við Elvar.

Elvar er í æfingahóp íslenska landsliðsins í körfubolta sem leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM um mánaðrmótin í Búlgaríu og Finnlandi.



 




Tengdar fréttir

Elvar Már: Veit af áhuga í Frakklandi

Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson lauk háskólanámi í Bandaríkjunum um helgina. Hann kveðst feginn að hafa skipt um skóla eftir fyrsta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×