Yngsti sveitarstjórnarmaður landsins er nýorðinn 18 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2018 20:00 Matthías Bjarnason sem sat sinn fyrsta fund í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í síðustu viku á nýju kjörtímabili. Matthías er mjög líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Matthías Bjarnason sé ekki nema 18 ára gamall þá er hann komin í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og situr þar í meirihluta. Matthías segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á íþrótta- og lýðheilsumál. Matthías er frá bænum Blesastöðum á Skeiðum. Hann er mikill sveitastrákur og félagsmálatröll. Hann hefur gaman af hestum, er í íþróttum og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um landið og skoða fallega staði. Matthías mætti í vikunni á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann er líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti setti fundinn og bauð nýja hreppsnefnd velkomna til starfa. „Ég er ungur, ég er 18 ára, fæddur 9. maí árið 2000. Þegar við byrjuðum kosningabaráttuna var ég ekki orðinn 18 ára, þannig að það var mjög gaman að því. Ég trúði því alltaf að ég kæmist inn í sveitarstjórn, umræðan var tveir, tveir einn í sveitinni en svo fór þetta þrír, einn, einn, ég var ekkert hissa þegar ég komst inn,“ segir Matthías.Matthías er mikið félagsmálatröll en auk þess að sitja í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps er hann formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvaða mál ætlar hann helst að leggja áherslu á?„Mín málefni eru mikið unga fólkið, ungt fólk og allt sem því við kemur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþrótta- og lýðheilsu í sveitarfélaginu, svo náttúrulega húsnæðismál og fleiri skemmtileg verkefni.“ Sveitarstjórinn og sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með að fá svona ungan mann inn í sveitarstjórn. „Þetta er bara flottur ungur drengur, það verður ekkert vandamál með hann held ég. Hann hefur sýnt það á öðrum vettvangi að hann hefur áhuga á félagsmálum og kemur bara mjög sterkur inn í þetta,“ segir Ingvar Hjálmarsson sveitarstjórnarmaður. „Mér líst vel á strákinn, það er gaman að sjá þegar ungt fólk hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum, ég held að hann lofi bara góðu. Þetta er langyngsti maðurinn sem við höfum haft í þessari sveitarstjórn og sennilega á landinu,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri. Kosningar 2018 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þrátt fyrir að Matthías Bjarnason sé ekki nema 18 ára gamall þá er hann komin í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og situr þar í meirihluta. Matthías segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á íþrótta- og lýðheilsumál. Matthías er frá bænum Blesastöðum á Skeiðum. Hann er mikill sveitastrákur og félagsmálatröll. Hann hefur gaman af hestum, er í íþróttum og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um landið og skoða fallega staði. Matthías mætti í vikunni á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann er líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti setti fundinn og bauð nýja hreppsnefnd velkomna til starfa. „Ég er ungur, ég er 18 ára, fæddur 9. maí árið 2000. Þegar við byrjuðum kosningabaráttuna var ég ekki orðinn 18 ára, þannig að það var mjög gaman að því. Ég trúði því alltaf að ég kæmist inn í sveitarstjórn, umræðan var tveir, tveir einn í sveitinni en svo fór þetta þrír, einn, einn, ég var ekkert hissa þegar ég komst inn,“ segir Matthías.Matthías er mikið félagsmálatröll en auk þess að sitja í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps er hann formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvaða mál ætlar hann helst að leggja áherslu á?„Mín málefni eru mikið unga fólkið, ungt fólk og allt sem því við kemur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþrótta- og lýðheilsu í sveitarfélaginu, svo náttúrulega húsnæðismál og fleiri skemmtileg verkefni.“ Sveitarstjórinn og sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með að fá svona ungan mann inn í sveitarstjórn. „Þetta er bara flottur ungur drengur, það verður ekkert vandamál með hann held ég. Hann hefur sýnt það á öðrum vettvangi að hann hefur áhuga á félagsmálum og kemur bara mjög sterkur inn í þetta,“ segir Ingvar Hjálmarsson sveitarstjórnarmaður. „Mér líst vel á strákinn, það er gaman að sjá þegar ungt fólk hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum, ég held að hann lofi bara góðu. Þetta er langyngsti maðurinn sem við höfum haft í þessari sveitarstjórn og sennilega á landinu,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri.
Kosningar 2018 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira