Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2018 19:07 Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15
Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37