Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2018 19:07 Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15
Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37