Laura Bush segir grimmt og ómannúðlegt af Trump að aðskilja börn frá foreldrum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 07:41 Laura Bush naut töluverðra vinsælda á tíð sinni sem forsetafrú, þrátt fyrir að vinsældir eiginmanns hennar döluðu mikið þegar leið á Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28