Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2018 17:05 Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði visir/stöð2 Ef fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar er forsmekkur þess sem koma skal á kjörtímabilinu er ljóst að það verður verulega skrautlegt. Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest. Á fundinum voru viðhöfð orð eins og trúnaðarbrestur, leki, rannsóknarréttur, ritskoðun og stormur í vatnsglasi. „Það er ekki liðinn klukkutími og hér er strax búið að upplýsa um mikinn trúnaðarbrest,“ segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins sem kallar eftir rannsókn á meintum leka og trúnaðarbresti. Borgarfulltrúar minnihlutans sem tóku til máls sögðu að hér væri um trúnaðarbrest að ræða og vildu fá að vita hvernig Líf hefði fengið þær upplýsingar að Marta ætlaði sér að taka sæti í ráðinu. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir svörum: „Við héldum að hér væri trúnaður og það er meira að segja skrifað undir siðareglur hér síðar í dag. Það er talað um trúnað. Það er talað um traust. Það er talað um samstarf. Þetta eru allt falleg orð en hérna er fyrsta kennslustund í hvernig störfum er raunverulega háttað, getum við fengið svör," spurði Eyþór og sagði borgarfulltrúa minnihlutans ekki eiga að gera lítið úr málinu því sá sem geti ekki verið trúr yfir hinu litla sé ekki til þess fallinn að halda utan um það stóra.Vinnulaginu breytt eftir tilnefningu Gústafs NíelssonarStjórnmálaflokkarnir voru beðnir um að skila inn tilnefningum fyrir nefndir og ráð á föstudag. Dagur tók til máls og sagði til útskýringar sá háttur hefði komist á eftir að Framsókn og flugvallarvinir buðu fram Gústaf Níelsson á sínum tíma til setu í mannréttindaráði til að fulltrúar flokkanna gætu kynnt sér tilnefningar flokkanna og tekið afstöðu til þeirra áður en gengið væri til atkvæðagreiðslu. „Það var hins vegar ekki upplýst í borgarstjórn þá að þessi tiltekni einstaklingur [Gústaf Níelsson] hefði látið falla ummæli opinberlega sem samræmdust illa setu hans í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Úr þessu var töluvert veður gert, meðal annars í fjölmiðlum og borgarfulltrúar báðust afsökunar á því að hafa ekki mátt vita eða ekki hafa vitað af þessum ummælum og þáverandi oddviti Framsóknar og flugvallavina fór meðal annars í Kastljósviðtal þar sem hún lét fræg ummæli falla um að hún hefði átt að „Google-a“ hann betur en ég er nú bara að rifja þetta upp því að þetta er ástæðan fyrir því að það var tekin upp sú vinnuregla að fá nöfn á föstudegi fyrir borgarstjórnarfundi,“ sagði borgarstjóri sem tekur fram að hér sé ekki um neitt samsæri að ræða.Þykir tilsvörin of fráleit fyrir skáldsöguEyþór Arnalds steig þá upp í pontu og lýsti yfir því að honum þætti málið hið skrítnasta. Enn væru ekki komin fram nein svör um hvernig Líf hafi fengið upplýsingarnar og þá þætti honum tilsvör borgarstjóra fráleit. „Rökstuðningurinn er svo fráleitur að mér gæti ekki dottið í hug að hann gæti verið skrifaður í skáldsögu; Gústaf Níelsson hefði komið á vinnureglu hér að það þyrfti að ritskoða og fara í gegnum hversu hæfir kjörnir fulltrúar eru. Þetta er með ólíkindum.“Kjörtímabilið eins og spænski rannsóknarrétturinnLíf Magneudóttir tók þá til máls og lýsti furðu sinni yfir framferði fulltrúa minnihlutans á fundinum. „Ég kannski get upplýst ykkur um það að næstu fjögur árin verða bara eins og spænski rannsóknarrétturinn, held ég, í ljósi alls þess sem gerist hérna núna.“ Hún sagði að sér hefði borist það til eyrna á kaffihúsi að Marta kynni að vilja sitja í ráðinu og lagði tvo og tvo saman þegar Marta hefði tekið til máls í umfjöllun um ráðið og því ályktað með þessum hætti. Hún gagnrýndi það þó harðlega að starfsfólk Ráðhússins skuli hafa verið sakað um trúnaðarbrest. „Það er algjörlega fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest því það er verið að gera hér og það finnst mér ámælisvert.“Sveimér þá - Ætli Eyþór hafi ekki bara verið að segja satt þegar hann sagðist ætla að breyta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn samanstendur nú af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum. Það slitnar a.m.k. ekki slefið á milli þeirra. #borgarstjórn— Líf Magneudóttir (@lifmagn) June 19, 2018 Hér er hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu: Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Ef fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar er forsmekkur þess sem koma skal á kjörtímabilinu er ljóst að það verður verulega skrautlegt. Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest. Á fundinum voru viðhöfð orð eins og trúnaðarbrestur, leki, rannsóknarréttur, ritskoðun og stormur í vatnsglasi. „Það er ekki liðinn klukkutími og hér er strax búið að upplýsa um mikinn trúnaðarbrest,“ segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins sem kallar eftir rannsókn á meintum leka og trúnaðarbresti. Borgarfulltrúar minnihlutans sem tóku til máls sögðu að hér væri um trúnaðarbrest að ræða og vildu fá að vita hvernig Líf hefði fengið þær upplýsingar að Marta ætlaði sér að taka sæti í ráðinu. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir svörum: „Við héldum að hér væri trúnaður og það er meira að segja skrifað undir siðareglur hér síðar í dag. Það er talað um trúnað. Það er talað um traust. Það er talað um samstarf. Þetta eru allt falleg orð en hérna er fyrsta kennslustund í hvernig störfum er raunverulega háttað, getum við fengið svör," spurði Eyþór og sagði borgarfulltrúa minnihlutans ekki eiga að gera lítið úr málinu því sá sem geti ekki verið trúr yfir hinu litla sé ekki til þess fallinn að halda utan um það stóra.Vinnulaginu breytt eftir tilnefningu Gústafs NíelssonarStjórnmálaflokkarnir voru beðnir um að skila inn tilnefningum fyrir nefndir og ráð á föstudag. Dagur tók til máls og sagði til útskýringar sá háttur hefði komist á eftir að Framsókn og flugvallarvinir buðu fram Gústaf Níelsson á sínum tíma til setu í mannréttindaráði til að fulltrúar flokkanna gætu kynnt sér tilnefningar flokkanna og tekið afstöðu til þeirra áður en gengið væri til atkvæðagreiðslu. „Það var hins vegar ekki upplýst í borgarstjórn þá að þessi tiltekni einstaklingur [Gústaf Níelsson] hefði látið falla ummæli opinberlega sem samræmdust illa setu hans í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Úr þessu var töluvert veður gert, meðal annars í fjölmiðlum og borgarfulltrúar báðust afsökunar á því að hafa ekki mátt vita eða ekki hafa vitað af þessum ummælum og þáverandi oddviti Framsóknar og flugvallavina fór meðal annars í Kastljósviðtal þar sem hún lét fræg ummæli falla um að hún hefði átt að „Google-a“ hann betur en ég er nú bara að rifja þetta upp því að þetta er ástæðan fyrir því að það var tekin upp sú vinnuregla að fá nöfn á föstudegi fyrir borgarstjórnarfundi,“ sagði borgarstjóri sem tekur fram að hér sé ekki um neitt samsæri að ræða.Þykir tilsvörin of fráleit fyrir skáldsöguEyþór Arnalds steig þá upp í pontu og lýsti yfir því að honum þætti málið hið skrítnasta. Enn væru ekki komin fram nein svör um hvernig Líf hafi fengið upplýsingarnar og þá þætti honum tilsvör borgarstjóra fráleit. „Rökstuðningurinn er svo fráleitur að mér gæti ekki dottið í hug að hann gæti verið skrifaður í skáldsögu; Gústaf Níelsson hefði komið á vinnureglu hér að það þyrfti að ritskoða og fara í gegnum hversu hæfir kjörnir fulltrúar eru. Þetta er með ólíkindum.“Kjörtímabilið eins og spænski rannsóknarrétturinnLíf Magneudóttir tók þá til máls og lýsti furðu sinni yfir framferði fulltrúa minnihlutans á fundinum. „Ég kannski get upplýst ykkur um það að næstu fjögur árin verða bara eins og spænski rannsóknarrétturinn, held ég, í ljósi alls þess sem gerist hérna núna.“ Hún sagði að sér hefði borist það til eyrna á kaffihúsi að Marta kynni að vilja sitja í ráðinu og lagði tvo og tvo saman þegar Marta hefði tekið til máls í umfjöllun um ráðið og því ályktað með þessum hætti. Hún gagnrýndi það þó harðlega að starfsfólk Ráðhússins skuli hafa verið sakað um trúnaðarbrest. „Það er algjörlega fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest því það er verið að gera hér og það finnst mér ámælisvert.“Sveimér þá - Ætli Eyþór hafi ekki bara verið að segja satt þegar hann sagðist ætla að breyta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn samanstendur nú af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum. Það slitnar a.m.k. ekki slefið á milli þeirra. #borgarstjórn— Líf Magneudóttir (@lifmagn) June 19, 2018 Hér er hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu:
Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira