Erlent

Fundað og fundað um leiðtogafundinn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Herforinginn hvíslar einhverju að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Herforinginn hvíslar einhverju að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/Getty
Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Umræðuefnið var leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim einræðisherra sem til stóð að fram færi í Singapúr 12. júní. Trump aflýsti hins vegar fundinum á dögunum og síðan þá hefur verið unnið hörðum höndum að því að ná sáttum svo fundurinn geti farið fram.

Trump á svo von á bréfi frá Kim um fundinn. Búist er við því að bréfið verði afhent í dag.

Sjá einnig: Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum



Fleiri fundir hafa farið fram. Choe Son-hui, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu, hefur átt í viðræðum við Bandaríkjamanninn Sung Kim í landamærabænum Panmunjom á Kóreuskaga undanfarna daga.

Þá hefur teymi Bandaríkjanna undir forystu Joe Hagin fundað með norðurkóresku teymi undir stjórn Kim Chang-son, starfsmannastjóra Kim-stjórnarinnar, um praktísk atriði er við koma fundinum.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði svo með Kim í gær en það var fyrsti fundur Kim með svo hátt settum rússneskum ráðamanni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×