Lars: Sérstakt að koma hingað aftur Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júní 2018 07:30 Lars á blaðamananfundinum í gær. fréttablaðið/ Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira