Ballið búið á Borðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:11 Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa ákveðið að loka staðnum. vísir/ERNIR Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins, sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa ákveðið að loka staðnum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu staðarins. Helsta ástæðan fyrir því að staðurinn lokar er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja þeim um sölu á léttvíni og bjór. Eigendur Borðsins, þau Friðrik Ársælsson, Rakel Eva Sævarsdóttir, Martina Vigdís Nardini og Jón Helgi Sen Erlendsson, hafa um langt skeið barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi. Greint var frá því í fyrra að klaufaskapur af hálfu borgarinnar hafi leitt til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjaði þó beiðninni á þeim forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að njóta vínveitingaleyfis þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna. Það var síðan í byrjun apríl, síðastliðinn, sem vínveitingaleyfið fékkst en, að því er séð verður, allt of seint.Aðstendendur Borðsins þakka fyrir sig.Borðið„Eftir á að hyggja má segja að staðurinn hafi lifað óvenju lengi án vínveitingaleyfis, en það er að sjálfsögðu hlýjum móttökum íbúa hverfisins og þeim mikla meðbyr sem við höfum alltaf fengið frá viðskiptavinum okkar að þakka.“ Þá segir ennfremur: „Það segir sig hins vegar sjálft að á veitingastöðum þar sem boðið er upp á vandaðan mat, sem eldaður er af reynslumiklum matreiðslumönnum, góða þjónustu og notalegt andrúmsloft, gera viðskiptavinir jafnframt kröfu um að boðið sé upp á vín, bjór og jafnvel kokteila með.“ Það hafi tekið sinn toll af eigendum staðarins að hafa ekki vínveitingaleyfi í tvö ár. „Allir þeir sem til þekkja vita að rekstur slíkra veitingastaða án veitinga og tilheyrandi lengri opnunartíma gengur einfaldlega ekki upp til lengri tíma. Þegar vínveitingaleyfið kom í hús eftir tveggja ára baráttu og bið, vorum við sem að staðnum stöndum einfaldlega búin að missa dampinn og að einhverju leyti trúna á konseptinu og töldum fyrir bestu að leyfa nýjum aðila að byrja upp á nýtt. “ Tengdar fréttir Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54 Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45 Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins, sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa ákveðið að loka staðnum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu staðarins. Helsta ástæðan fyrir því að staðurinn lokar er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja þeim um sölu á léttvíni og bjór. Eigendur Borðsins, þau Friðrik Ársælsson, Rakel Eva Sævarsdóttir, Martina Vigdís Nardini og Jón Helgi Sen Erlendsson, hafa um langt skeið barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi. Greint var frá því í fyrra að klaufaskapur af hálfu borgarinnar hafi leitt til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjaði þó beiðninni á þeim forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að njóta vínveitingaleyfis þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna. Það var síðan í byrjun apríl, síðastliðinn, sem vínveitingaleyfið fékkst en, að því er séð verður, allt of seint.Aðstendendur Borðsins þakka fyrir sig.Borðið„Eftir á að hyggja má segja að staðurinn hafi lifað óvenju lengi án vínveitingaleyfis, en það er að sjálfsögðu hlýjum móttökum íbúa hverfisins og þeim mikla meðbyr sem við höfum alltaf fengið frá viðskiptavinum okkar að þakka.“ Þá segir ennfremur: „Það segir sig hins vegar sjálft að á veitingastöðum þar sem boðið er upp á vandaðan mat, sem eldaður er af reynslumiklum matreiðslumönnum, góða þjónustu og notalegt andrúmsloft, gera viðskiptavinir jafnframt kröfu um að boðið sé upp á vín, bjór og jafnvel kokteila með.“ Það hafi tekið sinn toll af eigendum staðarins að hafa ekki vínveitingaleyfi í tvö ár. „Allir þeir sem til þekkja vita að rekstur slíkra veitingastaða án veitinga og tilheyrandi lengri opnunartíma gengur einfaldlega ekki upp til lengri tíma. Þegar vínveitingaleyfið kom í hús eftir tveggja ára baráttu og bið, vorum við sem að staðnum stöndum einfaldlega búin að missa dampinn og að einhverju leyti trúna á konseptinu og töldum fyrir bestu að leyfa nýjum aðila að byrja upp á nýtt. “
Tengdar fréttir Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54 Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45 Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54
Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45
Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03