Flugmaðurinn segir vélina ekki hafa verið á miklum hraða Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. júní 2018 12:08 Flugmaðurinn og farþeginn í vélinni sem var lent í Kinnarfjöllum í gærkvöldi eru ómeidd. Flugmaðurinn og farþeginn í vélinni sem var lent í Kinnarfjöllum í gærkvöldi eru ómeidd. Flugmaðurinn er á leið aftur að vélinni og vonast til að geta flogið henni þaðan sem fyrst. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að stjórnstöð Gæslunnar barst tilkynning um flugslys í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. Tveir voru í vélinni; flugmaðurinn Pétur Jökull Jacobs og vinkona hans. Flugmaðurinn var í skýrslutöku hjá lögreglunni í morgun. Vel búin Að sögn Péturs stóð til að lenda vélinni á þessum stað við lendingu varð ljóst að aðstæður voru aðrar en hann taldi þar sem of mikið viðnám var í snjónum. Vélin var ekki á miklum hraða og var höggið því nokkuð létt. Ekki var þó hægt að gangsetja vélina aftur og þurfti fólkið því að kalla eftir hjálp. Að sögn Péturs voru þau vel búin, með tjald og svefnpoka í vélinni, sem þau nýttu á meðan þau biðu í um klukkustund eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Annarri vél var einnig flogið yfir þau og lét flugmaður hennar auka svefnpoka falla til þeirra. Fólkið var flutt á Sjúkrahúsið á Akueryri til skoðunar en þau voru ómeidd og því útskrifuð seint í gærkvöldi. Vélin er að hluta í eigu flugmannsins og ætlar hann að reyna að komast að henni í dag. Pétur telur vélina lítið skemmda og vonast til þess að hægt verði að fara að henni með flugvirkja, gera við hana og fljúga henni þaðan. Rannsóknin á frumstigi Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn á slysinu en rannsóknarnefnd flugslysa var að störfum á vettvangi til um klukkan þrjú í nótt að sögn Þorkels Ágústssonar, rannsóknarstjóra. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er rannsóknin á frumstigi og tildrög enn ókunn. „Við vorum bara að klára vettvangsrannsókn í nótt og svo höldum við áfram á næstu dögum," segir Þorkell. Ekki er ljóst hvenær niðurstaða mun liggja fyrir. „Við skoðum bara vettvanginn og myndum og höldum síðan áfram með framhaldið." Tengdar fréttir Tildrög flugatviksins enn óljós Rannsóknin er enn á frumstigi. 2. júní 2018 10:55 Þyrlan kölluð út í gærkvöldi vegna tólf ára barns Svo virðist sem skófla á dráttarvél hafi lent á höfði barnsins. 1. júní 2018 09:46 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Flugmaðurinn og farþeginn í vélinni sem var lent í Kinnarfjöllum í gærkvöldi eru ómeidd. Flugmaðurinn er á leið aftur að vélinni og vonast til að geta flogið henni þaðan sem fyrst. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að stjórnstöð Gæslunnar barst tilkynning um flugslys í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. Tveir voru í vélinni; flugmaðurinn Pétur Jökull Jacobs og vinkona hans. Flugmaðurinn var í skýrslutöku hjá lögreglunni í morgun. Vel búin Að sögn Péturs stóð til að lenda vélinni á þessum stað við lendingu varð ljóst að aðstæður voru aðrar en hann taldi þar sem of mikið viðnám var í snjónum. Vélin var ekki á miklum hraða og var höggið því nokkuð létt. Ekki var þó hægt að gangsetja vélina aftur og þurfti fólkið því að kalla eftir hjálp. Að sögn Péturs voru þau vel búin, með tjald og svefnpoka í vélinni, sem þau nýttu á meðan þau biðu í um klukkustund eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Annarri vél var einnig flogið yfir þau og lét flugmaður hennar auka svefnpoka falla til þeirra. Fólkið var flutt á Sjúkrahúsið á Akueryri til skoðunar en þau voru ómeidd og því útskrifuð seint í gærkvöldi. Vélin er að hluta í eigu flugmannsins og ætlar hann að reyna að komast að henni í dag. Pétur telur vélina lítið skemmda og vonast til þess að hægt verði að fara að henni með flugvirkja, gera við hana og fljúga henni þaðan. Rannsóknin á frumstigi Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn á slysinu en rannsóknarnefnd flugslysa var að störfum á vettvangi til um klukkan þrjú í nótt að sögn Þorkels Ágústssonar, rannsóknarstjóra. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er rannsóknin á frumstigi og tildrög enn ókunn. „Við vorum bara að klára vettvangsrannsókn í nótt og svo höldum við áfram á næstu dögum," segir Þorkell. Ekki er ljóst hvenær niðurstaða mun liggja fyrir. „Við skoðum bara vettvanginn og myndum og höldum síðan áfram með framhaldið."
Tengdar fréttir Tildrög flugatviksins enn óljós Rannsóknin er enn á frumstigi. 2. júní 2018 10:55 Þyrlan kölluð út í gærkvöldi vegna tólf ára barns Svo virðist sem skófla á dráttarvél hafi lent á höfði barnsins. 1. júní 2018 09:46 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þyrlan kölluð út í gærkvöldi vegna tólf ára barns Svo virðist sem skófla á dráttarvél hafi lent á höfði barnsins. 1. júní 2018 09:46