Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins 2. júní 2018 22:13 Rúrik í leiknum í kvöld. Vísir/Andri Marinó Rúrik Gíslason var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi á Laugardalsvelli í næstsíðasta leik sínum fyrir HM. Rúrik fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og var greinilega ákveðinn í að sýna að hann ætti skilið að fá mínútur í Rússlandi en hann var ekki í EM-hópi Íslands fyrir tveimur árum síðan. Íslenska liðið lék heilt yfir ekki vel í kvöld en hér fyrir neðan má sjá einkunnir okkar manna. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Noregur Byrjunarlið:Frederik Schram, markvörður 3 Mátti mögulega gera betur í fyrra marki Norðmanna þó það hafi verið ágætlega skotið. Gerði skelfileg mistök og gaf Norðmönnum annað markið. Ófyrirgefanlegt á stóra sviðinu. Martraðaleikur fyrir Frederik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Lenti stundum í vandræðum með sinn mann og var eins og aðrir varnarmenn Íslands stundum úr stöðu. En harður af sér og gerði margt ágætlega.Kári Árnason, miðvörður 6 Besti varnarmaðurinn í annars slakri íslenskri vörn í dag. Eins og oft áður ótrúlega drjúgur í að skalla fyrirgjafir úr teignum. Átti sendinguna á Frederik í öðru marki Norðmanna sem gerði markverðinum enga greiða.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Leit ekki vel út í marki Norðmanna í fyrri hálfleik. Gerði samt sitt eftir það og við það skánaði varnarleikur Íslands.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Gerði fá mistök í sókninni en það var lítill kraftur í honum þegar hann var beðinn um að sækja.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Mikil gæði í þessum dreng og þegar hann náði að sýna þau var hann frábær. Dró af honum eftir því sem leið á leikinn.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 7 Stóð vaktina ágætlega í mikilvægu hlutverki á miðjunni. Fékk fáein skotfæri sem hann nýtti illa.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Orkumikill á miðjunni og hefði verið gaman að sjá meira koma úr hans aðgerðum. Sýnir að hann getur leyst þetta hlutverk vel af hólmi.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og nýtti það vel til að minna á sig. Var manna sprækastur þegar okkar menn voru heldur daufir í upphafi leiks og vítið sem hann fékk breytti leiknum fyrir Ísland.Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Ávallt duglegur og gerði margt ágætlega þegar langir boltar komu fram. En það kom lítið úr hans aðgerðum og hann komst einhvern veginn aldrei i takt við leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Skoraði fyrsta mark Íslands úr vítaspyrnu af miklu öryggi en fékk annars úr litlu að moða. Öflugur þegar hann fékk þó boltann. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) 5 Gerði ágætlega í aðdraganda mark Gylfa Þórs en hann breytti annars litlu í leik Íslands.Sverri Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 46. mínútu) 5 Náði því miður ekki að bæta varnarleik Íslands.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Rúrik á 63. mínútu) 6 Kom inn af krafti. Vinnusamur að vana.Gylfi Þór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 63. mínútu) 7 Mark og stangarskot hjá Gylfa. Óhætt að hann gerði mikið fyrir sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn á.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Emil á 82. mínútu) - Spilaði of lítði til að fá einkunn.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Rúrik Gíslason var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi á Laugardalsvelli í næstsíðasta leik sínum fyrir HM. Rúrik fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og var greinilega ákveðinn í að sýna að hann ætti skilið að fá mínútur í Rússlandi en hann var ekki í EM-hópi Íslands fyrir tveimur árum síðan. Íslenska liðið lék heilt yfir ekki vel í kvöld en hér fyrir neðan má sjá einkunnir okkar manna. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Noregur Byrjunarlið:Frederik Schram, markvörður 3 Mátti mögulega gera betur í fyrra marki Norðmanna þó það hafi verið ágætlega skotið. Gerði skelfileg mistök og gaf Norðmönnum annað markið. Ófyrirgefanlegt á stóra sviðinu. Martraðaleikur fyrir Frederik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Lenti stundum í vandræðum með sinn mann og var eins og aðrir varnarmenn Íslands stundum úr stöðu. En harður af sér og gerði margt ágætlega.Kári Árnason, miðvörður 6 Besti varnarmaðurinn í annars slakri íslenskri vörn í dag. Eins og oft áður ótrúlega drjúgur í að skalla fyrirgjafir úr teignum. Átti sendinguna á Frederik í öðru marki Norðmanna sem gerði markverðinum enga greiða.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Leit ekki vel út í marki Norðmanna í fyrri hálfleik. Gerði samt sitt eftir það og við það skánaði varnarleikur Íslands.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Gerði fá mistök í sókninni en það var lítill kraftur í honum þegar hann var beðinn um að sækja.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Mikil gæði í þessum dreng og þegar hann náði að sýna þau var hann frábær. Dró af honum eftir því sem leið á leikinn.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 7 Stóð vaktina ágætlega í mikilvægu hlutverki á miðjunni. Fékk fáein skotfæri sem hann nýtti illa.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Orkumikill á miðjunni og hefði verið gaman að sjá meira koma úr hans aðgerðum. Sýnir að hann getur leyst þetta hlutverk vel af hólmi.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og nýtti það vel til að minna á sig. Var manna sprækastur þegar okkar menn voru heldur daufir í upphafi leiks og vítið sem hann fékk breytti leiknum fyrir Ísland.Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Ávallt duglegur og gerði margt ágætlega þegar langir boltar komu fram. En það kom lítið úr hans aðgerðum og hann komst einhvern veginn aldrei i takt við leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Skoraði fyrsta mark Íslands úr vítaspyrnu af miklu öryggi en fékk annars úr litlu að moða. Öflugur þegar hann fékk þó boltann. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) 5 Gerði ágætlega í aðdraganda mark Gylfa Þórs en hann breytti annars litlu í leik Íslands.Sverri Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 46. mínútu) 5 Náði því miður ekki að bæta varnarleik Íslands.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Rúrik á 63. mínútu) 6 Kom inn af krafti. Vinnusamur að vana.Gylfi Þór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 63. mínútu) 7 Mark og stangarskot hjá Gylfa. Óhætt að hann gerði mikið fyrir sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn á.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Emil á 82. mínútu) - Spilaði of lítði til að fá einkunn.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira