Kári: „Einhver álög á okkur í æfingaleikjum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 23:07 Kári Árnason bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í vináttulandsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld. Lærisveinar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Noregs, fóru með sigur af hólmi. Kári var svekktur með tapið en ekkert of stressaður varðandi framhaldið. „Það er náttúrulega bara ömurlegt, sérstaklega þegar það er íslenska landsliðið. Það eru einhver álög á okkur í þessum æfingaleikjum, það bara gengur ekkert. Það voru alveg jákvæðir punktar í þessu en við megum ekki sofa svona á verðinum og glutra þessu niður á lokamínútunum,“ sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leik spurður um hvort ekki væri leiðinlegt að horfa á liðið sitt tapa sem fyrirliði. Að mati Kára var sóknarleikur liðsins það jákvæðasta en klaufaskapur í vörninni kostaði liðið sigurinn á lokasprettinum. „Við skorum tvö mörk og mér fannst við hafa stjórn á þeim. Svo setja þeir tvo spræka menn inn á og við kannski glímum ekki nógu vel við það. Samt, það er algjör óþarfi að fá svona mörk á sig og svo úr löngu innkasti,“ sagði Kári. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af framhaldinu en leikurinn gegn Noregi var liður í lokaundirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst innan skamms. „Það er svolítið langt síðan við höfum spilað saman og við erum bara að stilla saman strengi. Þetta er partur af undirbúningnum. Við fengum líka skell á móti þeim út í Noregi síðast þannig að vonandi er þetta góðs viti,“ segir Kári. Framundan er leikur á fimmtudaginn gegn Gana sem menn binda vonir við að verði góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Nígeríu í D-riðli HM. En við hverju býst Kári í þeim leik? „Ég býst við allt öðruvísi liði,“ sagði Kári. „Það verður allt annar leikur og við leggjum hann öðruvísi upp. “ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Kári Árnason bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í vináttulandsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld. Lærisveinar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Noregs, fóru með sigur af hólmi. Kári var svekktur með tapið en ekkert of stressaður varðandi framhaldið. „Það er náttúrulega bara ömurlegt, sérstaklega þegar það er íslenska landsliðið. Það eru einhver álög á okkur í þessum æfingaleikjum, það bara gengur ekkert. Það voru alveg jákvæðir punktar í þessu en við megum ekki sofa svona á verðinum og glutra þessu niður á lokamínútunum,“ sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leik spurður um hvort ekki væri leiðinlegt að horfa á liðið sitt tapa sem fyrirliði. Að mati Kára var sóknarleikur liðsins það jákvæðasta en klaufaskapur í vörninni kostaði liðið sigurinn á lokasprettinum. „Við skorum tvö mörk og mér fannst við hafa stjórn á þeim. Svo setja þeir tvo spræka menn inn á og við kannski glímum ekki nógu vel við það. Samt, það er algjör óþarfi að fá svona mörk á sig og svo úr löngu innkasti,“ sagði Kári. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af framhaldinu en leikurinn gegn Noregi var liður í lokaundirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst innan skamms. „Það er svolítið langt síðan við höfum spilað saman og við erum bara að stilla saman strengi. Þetta er partur af undirbúningnum. Við fengum líka skell á móti þeim út í Noregi síðast þannig að vonandi er þetta góðs viti,“ segir Kári. Framundan er leikur á fimmtudaginn gegn Gana sem menn binda vonir við að verði góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Nígeríu í D-riðli HM. En við hverju býst Kári í þeim leik? „Ég býst við allt öðruvísi liði,“ sagði Kári. „Það verður allt annar leikur og við leggjum hann öðruvísi upp. “
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15