Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 23:30 Embættismaður á vegum Norður-Kóreu færð Donald Trump bréf frá Kim Jong-un í vikunni. Vísir/Getty Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. Eftir að hafa tilkynnt nokkuð óvænt í fyrri viku um að ekkert yrði af fundinum tilkynnti Trump á föstudag að stefnt væri að því að halda fundinn sögulega þann 12. júní næstkomandi í Singapore.Washington Post greinir frá því í kvöld að vegna þess hversu viðskiptaþvinganir Vesturveldanna og annarra ríkja hafi leikið Norður-Kóreu grátt hafi Kim Jong-un farið fram á það að annað ríki greiði fyrir hótelherbergi hans í Singapore á meðan fundinum stendur. Bandaríska blaðið greinir frá því að Kim hafi krafist þess að gista í svítu á hinu fimm stjörnu Fullerton-hóteli í Singapore, þar sem nóttin kostar sex þúsund dollara, um 600 þúsund krónur. Eru embættismenn Bandaríkjanna sagðir vera tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk en einnig sé til skoðunar að yfirvöld í Singapore greiði reikninginn. Þá hafa ICAN-samtökin sem helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvopnavá boðist til þess að greiða reikninginn með hluta verðlaunafésins sem samtökin fengu þegar þau hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Enn á eftir að ákveða nákvæma staðsetningu fyrir fund leiðtoganna tveggja en talið er að helst sé verið að horfa til hótels á eyjunni Sentosa, undan ströndum Singapore. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. Eftir að hafa tilkynnt nokkuð óvænt í fyrri viku um að ekkert yrði af fundinum tilkynnti Trump á föstudag að stefnt væri að því að halda fundinn sögulega þann 12. júní næstkomandi í Singapore.Washington Post greinir frá því í kvöld að vegna þess hversu viðskiptaþvinganir Vesturveldanna og annarra ríkja hafi leikið Norður-Kóreu grátt hafi Kim Jong-un farið fram á það að annað ríki greiði fyrir hótelherbergi hans í Singapore á meðan fundinum stendur. Bandaríska blaðið greinir frá því að Kim hafi krafist þess að gista í svítu á hinu fimm stjörnu Fullerton-hóteli í Singapore, þar sem nóttin kostar sex þúsund dollara, um 600 þúsund krónur. Eru embættismenn Bandaríkjanna sagðir vera tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk en einnig sé til skoðunar að yfirvöld í Singapore greiði reikninginn. Þá hafa ICAN-samtökin sem helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvopnavá boðist til þess að greiða reikninginn með hluta verðlaunafésins sem samtökin fengu þegar þau hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Enn á eftir að ákveða nákvæma staðsetningu fyrir fund leiðtoganna tveggja en talið er að helst sé verið að horfa til hótels á eyjunni Sentosa, undan ströndum Singapore.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59