Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 11:13 Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Aðsent Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. Að hennar mati er Sjálfstæðisflokkurinn samt varla stjórntækur. Hún segir umræðuna síðustu daga hafa snúist um persónur frekar en málefni og sér ekki fyrir sér marga kosti í stöðunni. „Ég held að ég geti ekki litið á þetta öðruvísi en ég hafi fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Theodóra í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn vera í vanda og síðustu daga hafi verið mikið rætt um að ákveðnir einstaklingar gætu ekki starfað með Viðreisn eða með henni. „Miðað við allt held ég að það sé pattstaða núna en mér sýnist nú að niðurstaðan verði sú að Sjálfstæðisflokkurinn fari með Framsókn. Ég held að þetta sé ekki vænlegt að þvinga þessu samstarfi áfram í einhverri óánægju, ég stend ekki fyrir það.“ Aðrir kostir hafi þó auðvitað verið skoðaðir. Hún viðurkenndi að þessi niðurstaða sé að koma sér mjög mikið á óvart. Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar hafi lýst því yfir „nánast á kosninganótt“ að þau vildu ekki vinna með henni áfram.Pattstaða hefur verið í Kópavogi síðustu daga.Vísir/GVAGamla pólitíkin eins og gufustrókur Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínum fimm bæjarfulltrúum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fékk tvo fulltrúa. Þar með hélt meirihlutinn með sjö fulltrúa af ellefu. Í Sprengisandi fyrir viku var Theodóra bjartsýn á að meirihlutinn myndi starfa áfram sama. Theodóra segir núna að að sínu mati hafi það verið „lýðræðislega var niðurstaðan þannig að íbúar, og ég fann það auðvitað í kosningabaráttunni, að fólk vildi þennan meirihluta áfram. Það hefur gengið gríðarlega vel í frábærum verkefnum.“ Hún segir Kópavog vera að komast á þann stað að verða best rekna sveitarfélagið á Íslandi, rekið af mikilli ábyrgð. „Allt í einu snýr þetta bara um einhverjar persónur sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa. Miðað við það sem er búið að ganga á síðustu daga inni í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi þá finnst mér hann nú tæplega vera stjórntækur.“ Margrét sé búin að rísa upp og gefa það út að hún vilji ekki áframhaldandi samstarf „gegn Ármanni, hann vill áframhaldandi samstarf.“ Upplifir Theodóra ástandið sem rýting í bakið á Ármanni Kr. Ólafssyni oddvita Sjálfstæðisflokksins og segir augljósa óeiningu innan flokksins. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp bara eins og gufustrókur hérna í Kópavogi.“ Theodóra ítrekar að meirihlutinn sem var kosinn áfram ætti að fá að starfa áfram. Umræðan um meirihlutaviðræður hafi verið persónupólitík. „Ég er búin að heyra alls konar. Þetta byrjaði þannig að þetta væri persónulegt gagnvart mér. Ég les það í fjölmiðlum að ég sé nánast ekki húsum hæf út af því að ég sé klaufi í samskiptum og allt slíkt.“Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurÓsammála um óvissuferð á kostnað bæjarsjóðs Theodóra viðurkenndi í Sprengisandi að hún gerði sér alveg grein fyrir því að hún sé ekki vinsæl innan bæjarráðs. „Ég hef líka staðið í lappirnar gegn alls konar, ég veit ekki hvort að það hafi áhrif.“ Vissulega hafi komið ákvarðanir og mál upp sem þær Margrét hafi alls ekki verið sammála um. Nefndi hún þar launamálin, bæjarskrifstofurnar og skemmtiferð bæjarfulltrúa. Theodóra segir að sér hafi fundist eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir í ferðina en Margrét hafi ekki verið sammála því. „Ég er ekki alveg til í óvissuferð á kostnað bæjarsjóðs.“ Theodóra segir að hún hafi óskað eftir því að fá að vita um hvað þetta snerist. „Þetta fór auðvitað í taugarnar á þeim og ég er ekkert vinsælasta manneskjan í hópnum en það endaði þannig að ég neitaði að fara í þessa ferð.“ Reynt var að ná málamiðlunum og segir Theodóra að það hafi verið ákveðið að vínið og eitthvað fleira yrði dregið frá hjá kjörnum fulltrúum. „Mér fannst þetta allt óþægilegt. Það er 2018 og við ætluðum að breyta stjórnsýslunni, breyta starfsháttum.“ Theodóra stóð fast á sínu og sleppti því að fara með í þessa ferð á kostnað bæjarsjóðs Kópavogs. „Ég ákvað að fara ekki. Ég horfði á rútuna fara“ Allir aðrir hafi þó valið að fara með í ferðina og var borgað fyrir danskennslu, rútuferð, bátsferð, vín og fleira. „Ég stend í lappirnar með þetta. Fólk getur ekki komið mér og mun aldrei koma mér í einhverja óþægilega stöðu., ég bara er ekki til í það.“ Theodóra sagði í viðtalinu að fólki ætti eftir að finnast óþægilegt að hún væri að tala um þetta. „Ég mun fá á mig alls konar eftir þetta. Það er alltaf þannig þegar maður upplýsir og maður stendur í lappirnar og er einhvern vegin að reyna að breyta og laga.“Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Arnþór/AntonFer sátt frá borði þrátt fyrir allt Hún segir að það sé skrítið að risið sé upp gegn henni með svona mikilli hörku. „Þegar fólk rís upp með þessum hætti. þá er eitthvað á bak við þetta“ Theodóra segir að Framsókn hafi tapað kosningunum. „Ég held að þetta sé ekki ákjósanleg staða fyrir Ármann að vera í svona veikum meirihluta.“ Þetta verði þó líklega niðurstaðan. „Ég held að það sé fullreynt allt sem við höfðum hugmyndaflug í. Eftir stendur bara að Sjálfstæðisflokkurinn fari í samstarf með Framsókn.“ Hún sagði að þessi niðurstaða sem hún hafi ekki haft hugmyndaflug til að sjá fyrir. „Þetta veldur mér bara mjög miklum vonbrigðum.“ Að hennar mati er ekki málefnalegur ágreiningur á milli Viðreisnar/Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins en það sama sé ekki hægt að segja um stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Hún er sjálf ánægð með uppskeruna þrátt fyrir það sem er í gangi núna og stendur mjög sátt frá borði. „Ég er ekki til í átakastjórmál. Þá vil ég bara frekar draga mig til hlés og ég fer þá bara að gera eitthvað annað.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Theodóru í Sprengisandi, það er í tveimur hlutum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. Að hennar mati er Sjálfstæðisflokkurinn samt varla stjórntækur. Hún segir umræðuna síðustu daga hafa snúist um persónur frekar en málefni og sér ekki fyrir sér marga kosti í stöðunni. „Ég held að ég geti ekki litið á þetta öðruvísi en ég hafi fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Theodóra í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn vera í vanda og síðustu daga hafi verið mikið rætt um að ákveðnir einstaklingar gætu ekki starfað með Viðreisn eða með henni. „Miðað við allt held ég að það sé pattstaða núna en mér sýnist nú að niðurstaðan verði sú að Sjálfstæðisflokkurinn fari með Framsókn. Ég held að þetta sé ekki vænlegt að þvinga þessu samstarfi áfram í einhverri óánægju, ég stend ekki fyrir það.“ Aðrir kostir hafi þó auðvitað verið skoðaðir. Hún viðurkenndi að þessi niðurstaða sé að koma sér mjög mikið á óvart. Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar hafi lýst því yfir „nánast á kosninganótt“ að þau vildu ekki vinna með henni áfram.Pattstaða hefur verið í Kópavogi síðustu daga.Vísir/GVAGamla pólitíkin eins og gufustrókur Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínum fimm bæjarfulltrúum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fékk tvo fulltrúa. Þar með hélt meirihlutinn með sjö fulltrúa af ellefu. Í Sprengisandi fyrir viku var Theodóra bjartsýn á að meirihlutinn myndi starfa áfram sama. Theodóra segir núna að að sínu mati hafi það verið „lýðræðislega var niðurstaðan þannig að íbúar, og ég fann það auðvitað í kosningabaráttunni, að fólk vildi þennan meirihluta áfram. Það hefur gengið gríðarlega vel í frábærum verkefnum.“ Hún segir Kópavog vera að komast á þann stað að verða best rekna sveitarfélagið á Íslandi, rekið af mikilli ábyrgð. „Allt í einu snýr þetta bara um einhverjar persónur sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa. Miðað við það sem er búið að ganga á síðustu daga inni í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi þá finnst mér hann nú tæplega vera stjórntækur.“ Margrét sé búin að rísa upp og gefa það út að hún vilji ekki áframhaldandi samstarf „gegn Ármanni, hann vill áframhaldandi samstarf.“ Upplifir Theodóra ástandið sem rýting í bakið á Ármanni Kr. Ólafssyni oddvita Sjálfstæðisflokksins og segir augljósa óeiningu innan flokksins. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp bara eins og gufustrókur hérna í Kópavogi.“ Theodóra ítrekar að meirihlutinn sem var kosinn áfram ætti að fá að starfa áfram. Umræðan um meirihlutaviðræður hafi verið persónupólitík. „Ég er búin að heyra alls konar. Þetta byrjaði þannig að þetta væri persónulegt gagnvart mér. Ég les það í fjölmiðlum að ég sé nánast ekki húsum hæf út af því að ég sé klaufi í samskiptum og allt slíkt.“Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurÓsammála um óvissuferð á kostnað bæjarsjóðs Theodóra viðurkenndi í Sprengisandi að hún gerði sér alveg grein fyrir því að hún sé ekki vinsæl innan bæjarráðs. „Ég hef líka staðið í lappirnar gegn alls konar, ég veit ekki hvort að það hafi áhrif.“ Vissulega hafi komið ákvarðanir og mál upp sem þær Margrét hafi alls ekki verið sammála um. Nefndi hún þar launamálin, bæjarskrifstofurnar og skemmtiferð bæjarfulltrúa. Theodóra segir að sér hafi fundist eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir í ferðina en Margrét hafi ekki verið sammála því. „Ég er ekki alveg til í óvissuferð á kostnað bæjarsjóðs.“ Theodóra segir að hún hafi óskað eftir því að fá að vita um hvað þetta snerist. „Þetta fór auðvitað í taugarnar á þeim og ég er ekkert vinsælasta manneskjan í hópnum en það endaði þannig að ég neitaði að fara í þessa ferð.“ Reynt var að ná málamiðlunum og segir Theodóra að það hafi verið ákveðið að vínið og eitthvað fleira yrði dregið frá hjá kjörnum fulltrúum. „Mér fannst þetta allt óþægilegt. Það er 2018 og við ætluðum að breyta stjórnsýslunni, breyta starfsháttum.“ Theodóra stóð fast á sínu og sleppti því að fara með í þessa ferð á kostnað bæjarsjóðs Kópavogs. „Ég ákvað að fara ekki. Ég horfði á rútuna fara“ Allir aðrir hafi þó valið að fara með í ferðina og var borgað fyrir danskennslu, rútuferð, bátsferð, vín og fleira. „Ég stend í lappirnar með þetta. Fólk getur ekki komið mér og mun aldrei koma mér í einhverja óþægilega stöðu., ég bara er ekki til í það.“ Theodóra sagði í viðtalinu að fólki ætti eftir að finnast óþægilegt að hún væri að tala um þetta. „Ég mun fá á mig alls konar eftir þetta. Það er alltaf þannig þegar maður upplýsir og maður stendur í lappirnar og er einhvern vegin að reyna að breyta og laga.“Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Arnþór/AntonFer sátt frá borði þrátt fyrir allt Hún segir að það sé skrítið að risið sé upp gegn henni með svona mikilli hörku. „Þegar fólk rís upp með þessum hætti. þá er eitthvað á bak við þetta“ Theodóra segir að Framsókn hafi tapað kosningunum. „Ég held að þetta sé ekki ákjósanleg staða fyrir Ármann að vera í svona veikum meirihluta.“ Þetta verði þó líklega niðurstaðan. „Ég held að það sé fullreynt allt sem við höfðum hugmyndaflug í. Eftir stendur bara að Sjálfstæðisflokkurinn fari í samstarf með Framsókn.“ Hún sagði að þessi niðurstaða sem hún hafi ekki haft hugmyndaflug til að sjá fyrir. „Þetta veldur mér bara mjög miklum vonbrigðum.“ Að hennar mati er ekki málefnalegur ágreiningur á milli Viðreisnar/Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins en það sama sé ekki hægt að segja um stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Hún er sjálf ánægð með uppskeruna þrátt fyrir það sem er í gangi núna og stendur mjög sátt frá borði. „Ég er ekki til í átakastjórmál. Þá vil ég bara frekar draga mig til hlés og ég fer þá bara að gera eitthvað annað.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Theodóru í Sprengisandi, það er í tveimur hlutum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent