Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 21:00 Pattstaða hefur verið í Kópavogi síðustu daga. Vísir/GVA Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sendu til fjölmiðla í kvöld. „Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæjastjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi,“ segir í henni. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í nýafstöðnum kosningunum. Fyrir kosningar lýsti Theódóru Þorsteinsdóttur, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, að eðlilegt væri að meirihlutinn myndi starfa áfram saman yrðu úrslit kosninganna á þann veg.Bjuggust því margir við að áframhald yrði á samstarfinu. Enn liggur þó ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi en Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Karenar Elísabetar og Guðmundar Gísla, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru.Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurSegja samskipti flokkanna hafa verið endurmetinÁ Sprengisandi í dag lýsti Theódóra því yfir að Ármann vildi áframhaldandi samstarfs meirihlutans og að hún upplifði afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja sem rýting í bakið á Ármanni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Theódóra að hún teldi afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, fremur en pólitískan ágreining.Um mögulegt samstarf BF Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna þriggja að þau hafi lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarf flokkanna.„Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum,“ segir í yfirlýsingunni.Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sendu til fjölmiðla í kvöld. „Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæjastjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi,“ segir í henni. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í nýafstöðnum kosningunum. Fyrir kosningar lýsti Theódóru Þorsteinsdóttur, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, að eðlilegt væri að meirihlutinn myndi starfa áfram saman yrðu úrslit kosninganna á þann veg.Bjuggust því margir við að áframhald yrði á samstarfinu. Enn liggur þó ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi en Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Karenar Elísabetar og Guðmundar Gísla, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru.Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurSegja samskipti flokkanna hafa verið endurmetinÁ Sprengisandi í dag lýsti Theódóra því yfir að Ármann vildi áframhaldandi samstarfs meirihlutans og að hún upplifði afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja sem rýting í bakið á Ármanni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Theódóra að hún teldi afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, fremur en pólitískan ágreining.Um mögulegt samstarf BF Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna þriggja að þau hafi lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarf flokkanna.„Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum,“ segir í yfirlýsingunni.Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13