Einn mesti nagli sem ég hef þjálfað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2018 09:00 McKillop á hliðarlínunni með Davidson. vísir/getty Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn