Hátíð í bæ Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júní 2018 10:00 Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð!
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar