Þriðja skiptið sem Kristján sendir yngsta leikmann allra tíma inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 10:30 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV og fyrrum þjálfari Keflavíkur. Vísir/Daníel Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sendi fjórtán ára strák inná í Pepsi-deild karla í gær og hjálpaði drengnum með því að setja nýtt met. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem Kristján sér til þess að þetta ágæta met fellur. Eyjastrákurinn Eyþór Orri Ómarsson hjá ÍBV var aðeins 14 ára, 10 mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn á móti KR á Hásteinsvellinum í gærkvöldi. ÍBV vann þá 2-0 sigur á Vesturbæjarliðinu. Eyþór er nú yngsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Eyþór Orri bætti þarna met Hilmars Andrew McShane frá árinu 2014 en Hilmar var 15 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þjálfari Keflavíkurliðsins í þessum leik var einmitt Kristján Guðmundsson. Hilmar sett sitt met í 2-0 sigri Keflavíkur á Víkingi en hann kom inná völlinn á 84. mínútu leiksins. Eyþór Orri kom inná í uppbótartíma í gær. Kristján Guðmundsson átti einnig gamla metið sem Hilmar sló haustið 2014. Sjö árum fyrr hafði Kristján nefnilega sent Sigurberg Elísson inná í leik Keflavíkur og Fylkis. Sigurbergur var þá aðeins 15 ára og 105 daga gamall og bætti um leið þrettán ára met KR-ingsins Árna Inga Pjeturssonar frá 1994. Árni Ingi var 44 dögum eldri en Sigurbergur. Þessir þrír leikmenn Kristjáns, Eyþór Orri, Hilmar og Sigurbergur, sitja nú í þremur efstu sætunum á listanum yfir yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla:14 ára og 330 daga Eyþór Orri Ómarsson ÍBV á móti KR 2018 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 56 daga Hilmar Andrew McShane, Keflavík á móti Víkingi 2014 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 105 daga Sigurbergur Elísson Keflavík á móti Fylki 2007 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 109 daga Sævar Atli Magnússon, Leikni á móti Keflavík 2015 Þjálfarar: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson15 ára og 141 dags Bjartur Bjarni Barkarson, Víkingi Ó. á móti Víkingi R. 2017 Þjálfari: Ejub Purisevic15 ára og 149 daga Árni Ingi Pjetursson, KR á móti Val 1994 Þjálfari: Guðjón Þórðarson Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sendi fjórtán ára strák inná í Pepsi-deild karla í gær og hjálpaði drengnum með því að setja nýtt met. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem Kristján sér til þess að þetta ágæta met fellur. Eyjastrákurinn Eyþór Orri Ómarsson hjá ÍBV var aðeins 14 ára, 10 mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn á móti KR á Hásteinsvellinum í gærkvöldi. ÍBV vann þá 2-0 sigur á Vesturbæjarliðinu. Eyþór er nú yngsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Eyþór Orri bætti þarna met Hilmars Andrew McShane frá árinu 2014 en Hilmar var 15 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þjálfari Keflavíkurliðsins í þessum leik var einmitt Kristján Guðmundsson. Hilmar sett sitt met í 2-0 sigri Keflavíkur á Víkingi en hann kom inná völlinn á 84. mínútu leiksins. Eyþór Orri kom inná í uppbótartíma í gær. Kristján Guðmundsson átti einnig gamla metið sem Hilmar sló haustið 2014. Sjö árum fyrr hafði Kristján nefnilega sent Sigurberg Elísson inná í leik Keflavíkur og Fylkis. Sigurbergur var þá aðeins 15 ára og 105 daga gamall og bætti um leið þrettán ára met KR-ingsins Árna Inga Pjeturssonar frá 1994. Árni Ingi var 44 dögum eldri en Sigurbergur. Þessir þrír leikmenn Kristjáns, Eyþór Orri, Hilmar og Sigurbergur, sitja nú í þremur efstu sætunum á listanum yfir yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla:14 ára og 330 daga Eyþór Orri Ómarsson ÍBV á móti KR 2018 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 56 daga Hilmar Andrew McShane, Keflavík á móti Víkingi 2014 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 105 daga Sigurbergur Elísson Keflavík á móti Fylki 2007 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 109 daga Sævar Atli Magnússon, Leikni á móti Keflavík 2015 Þjálfarar: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson15 ára og 141 dags Bjartur Bjarni Barkarson, Víkingi Ó. á móti Víkingi R. 2017 Þjálfari: Ejub Purisevic15 ára og 149 daga Árni Ingi Pjetursson, KR á móti Val 1994 Þjálfari: Guðjón Þórðarson
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira