Mohamed Salah er í HM-hópi Egypta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 11:15 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool). Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool).
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira