Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 20:19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála. Vísir/eyþór Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld sem farið hefur hátt undanfarna daga eftir að tilkynnt var að meirihluti atvinnuveganefndar hefði samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Þetta kom fram í ræðu Þórdísar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld en greint var frá áformum um lækkun veiðigjalda í liðinni viku. Sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, að verið væri að endurreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki árið 2015. Sagði hún augljóst að afkoman hefði versnað frá því sem áður var. Á Alþingi í kvöld sagði Þórdís að það væri eðlileg og skynsamleg tillaga að miða veiðigjald útgerðarfyrirtækjanna við nýjar upplýsingar um afkomu greinarinnar frekar en gamlar. „Þessa dagana reynir hluti stjórnarandstöðunnar að þyrla upp moldviðri vegna þeirrar skynsamlegu og eðlilegu tillögu, að miða veiðigjald útgerðarfyrirtækja við nýjar upplýsingar um afkomu greinarinnar frekar en gamlar. Það eru vonbrigði að sumum virðist ómögulegt að komast úr skotgröfunum. Þáverandi sjávarútvegsráðherra studdi það markmið, í viðtali við RÚV síðastliðið sumar, að veiðigjöldin yrðu miðuð við nýrri upplýsingar en verið hefur. Enda hefur þetta verið nokkuð almennt viðurkenndur galli á álagningunni. En núna tala forsvarsmenn sama flokks eins og hér sé ægilegt hneyksli á ferðinni. Sá málflutningur stenst enga skoðun,“ sagði Þórdís en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður og þingmaður Viðreisnar, var sjávarútvegsráðherra síðasta sumar. Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagur, fara fram í kvöld og hefjast klukkan 19:30. 4. júní 2018 19:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld sem farið hefur hátt undanfarna daga eftir að tilkynnt var að meirihluti atvinnuveganefndar hefði samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Þetta kom fram í ræðu Þórdísar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld en greint var frá áformum um lækkun veiðigjalda í liðinni viku. Sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, að verið væri að endurreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki árið 2015. Sagði hún augljóst að afkoman hefði versnað frá því sem áður var. Á Alþingi í kvöld sagði Þórdís að það væri eðlileg og skynsamleg tillaga að miða veiðigjald útgerðarfyrirtækjanna við nýjar upplýsingar um afkomu greinarinnar frekar en gamlar. „Þessa dagana reynir hluti stjórnarandstöðunnar að þyrla upp moldviðri vegna þeirrar skynsamlegu og eðlilegu tillögu, að miða veiðigjald útgerðarfyrirtækja við nýjar upplýsingar um afkomu greinarinnar frekar en gamlar. Það eru vonbrigði að sumum virðist ómögulegt að komast úr skotgröfunum. Þáverandi sjávarútvegsráðherra studdi það markmið, í viðtali við RÚV síðastliðið sumar, að veiðigjöldin yrðu miðuð við nýrri upplýsingar en verið hefur. Enda hefur þetta verið nokkuð almennt viðurkenndur galli á álagningunni. En núna tala forsvarsmenn sama flokks eins og hér sé ægilegt hneyksli á ferðinni. Sá málflutningur stenst enga skoðun,“ sagði Þórdís en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður og þingmaður Viðreisnar, var sjávarútvegsráðherra síðasta sumar.
Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagur, fara fram í kvöld og hefjast klukkan 19:30. 4. júní 2018 19:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagur, fara fram í kvöld og hefjast klukkan 19:30. 4. júní 2018 19:00