Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 20:19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála. Vísir/eyþór Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld sem farið hefur hátt undanfarna daga eftir að tilkynnt var að meirihluti atvinnuveganefndar hefði samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Þetta kom fram í ræðu Þórdísar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld en greint var frá áformum um lækkun veiðigjalda í liðinni viku. Sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, að verið væri að endurreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki árið 2015. Sagði hún augljóst að afkoman hefði versnað frá því sem áður var. Á Alþingi í kvöld sagði Þórdís að það væri eðlileg og skynsamleg tillaga að miða veiðigjald útgerðarfyrirtækjanna við nýjar upplýsingar um afkomu greinarinnar frekar en gamlar. „Þessa dagana reynir hluti stjórnarandstöðunnar að þyrla upp moldviðri vegna þeirrar skynsamlegu og eðlilegu tillögu, að miða veiðigjald útgerðarfyrirtækja við nýjar upplýsingar um afkomu greinarinnar frekar en gamlar. Það eru vonbrigði að sumum virðist ómögulegt að komast úr skotgröfunum. Þáverandi sjávarútvegsráðherra studdi það markmið, í viðtali við RÚV síðastliðið sumar, að veiðigjöldin yrðu miðuð við nýrri upplýsingar en verið hefur. Enda hefur þetta verið nokkuð almennt viðurkenndur galli á álagningunni. En núna tala forsvarsmenn sama flokks eins og hér sé ægilegt hneyksli á ferðinni. Sá málflutningur stenst enga skoðun,“ sagði Þórdís en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður og þingmaður Viðreisnar, var sjávarútvegsráðherra síðasta sumar. Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagur, fara fram í kvöld og hefjast klukkan 19:30. 4. júní 2018 19:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld sem farið hefur hátt undanfarna daga eftir að tilkynnt var að meirihluti atvinnuveganefndar hefði samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Þetta kom fram í ræðu Þórdísar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld en greint var frá áformum um lækkun veiðigjalda í liðinni viku. Sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, að verið væri að endurreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki árið 2015. Sagði hún augljóst að afkoman hefði versnað frá því sem áður var. Á Alþingi í kvöld sagði Þórdís að það væri eðlileg og skynsamleg tillaga að miða veiðigjald útgerðarfyrirtækjanna við nýjar upplýsingar um afkomu greinarinnar frekar en gamlar. „Þessa dagana reynir hluti stjórnarandstöðunnar að þyrla upp moldviðri vegna þeirrar skynsamlegu og eðlilegu tillögu, að miða veiðigjald útgerðarfyrirtækja við nýjar upplýsingar um afkomu greinarinnar frekar en gamlar. Það eru vonbrigði að sumum virðist ómögulegt að komast úr skotgröfunum. Þáverandi sjávarútvegsráðherra studdi það markmið, í viðtali við RÚV síðastliðið sumar, að veiðigjöldin yrðu miðuð við nýrri upplýsingar en verið hefur. Enda hefur þetta verið nokkuð almennt viðurkenndur galli á álagningunni. En núna tala forsvarsmenn sama flokks eins og hér sé ægilegt hneyksli á ferðinni. Sá málflutningur stenst enga skoðun,“ sagði Þórdís en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður og þingmaður Viðreisnar, var sjávarútvegsráðherra síðasta sumar.
Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagur, fara fram í kvöld og hefjast klukkan 19:30. 4. júní 2018 19:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagur, fara fram í kvöld og hefjast klukkan 19:30. 4. júní 2018 19:00