Innlent

Nýting herbergja ekki verri í sjö ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Spennan í ferðaþjónustunni hefur farið minnkandi.
Spennan í ferðaþjónustunni hefur farið minnkandi. Vísir/pjetur
Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam tæpum 66 prósentum og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011.

Til samanburðar var nýtingin tæp 80 prósent á síðasta ári. Í Hagsjá Landsbankans segir að það sem af er ári hafi herbergjanýtingin verið verri en á sömu tímapunktum í fyrra.

„Raunar þarf að fara aftur til áranna 2015 og 2016 til að finna verri herbergjanýtingu en á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrir janúarmánuð þarf að fara aftur til ársins 2016 til að finna verri nýtingu en aftur til ársins 2015 til að finna verri nýtingu fyrir febrúar og mars,“ segir í Hagsjánni.

Það séu því nokkur tíðindi að fara þurfi allt aftur til ársins 2011 til að finna verri nýtingu.


Tengdar fréttir

Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“

Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×