Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2018 08:00 Þegar Fréttablaðið bar að garði voru dyr Iðnó læstar. Hluti af barnum virðist hafa verið færður til en hluti er enn til staðar í anddyrinu. Vísir/ERNIR Iðnó er friðlýst og allar breytingar sem gerðar eru á húsinu þarf að fá leyfi fyrir hjá Minjastofnun. Fyrir nokkrum mánuðum var bar komið fyrir í anddyri hússins án samráðs og leyfis frá Minjastofnun. Páll V. Bjarnason arkitekt hannaði endurbygginguna á Iðnó að innan fyrir 21 ári. Hann hefur einnig verið viðloðandi ráðgjöf og fleira. „Ég komst að því síðastliðið haust að búið væri að setja bar í anddyrið. Rekstraraðilar svara fyrir þetta með þeim rökum að barinn sé á hjólum og sé ekki naglfastur, innan gæsalappa. Þetta er á mjög gráu svæði þar sem þetta er friðlýst hús,“ segir Páll. „Þegar þetta kom upp á kallaði ég Pétur Ármannsson frá Minjastofnun til og fulltrúa frá borginni og við Pétur vorum sammála um að þetta gæti ekki gengið svona.“Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Páll segir að tillaga hafi verið gerð í kjölfarið að bar sem væri í hliðarherbergjum og lítið mál væri að koma fyrir þar svo ekki myndaðist flöskuháls í anddyri. „Það var svo ekkert gert í þeim tillögum og ég hef ekki skipt mér af þessu í bili, en þetta blundar í manni,“ segir Páll. „Ég er ekki sáttur og mér finnst þetta ekki passa í svona virðulegt hús.“ Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun tekur í sama streng. Barinn hafi verið settur upp án samráðs við stofnunina. „Þetta virðist vera mubla sem hægt er að færa en okkur fannst hún hvorki vel útfærð né staðsett. Við komum hins vegar fram athugasemdum um það og lögðum til aðra valkosti,“ segir Pétur. „Við gáfum þeim rúman tíma til breytinga, en það hafa ekki verið nein útspil frá þeim enn þá.“ Pétur segist ekki telja að nokkur spjöll hafi verið unnin á húsinu en áhyggjurnar séu vissulega til staðar. „Þetta er kannski ekki varanleg breyting á húsinu en þeir vita að við erum ekki ánægð með þennan bar.“Iðnó lokað í bili Iðnó var synjað um rekstrarleyfi 18. maí síðastliðinn en bráðabirgðaleyfi rann út í janúar. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir taldi rekstraraðili málið vera misskilning og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það hins vegar að hvorki hefði verið gefið út rekstrarleyfi né bráðabirgðaleyfi vegna starfseminnar. Starfsemi hélt hins vegar áfram og var staðurinn því rekinn án leyfis. Í kjölfar þess að Fréttablaðið hafði samband við Iðnó var dyrunum lokað og hafa viðburðir verið færðir að mestu í Tjarnarbíó. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Iðnó er friðlýst og allar breytingar sem gerðar eru á húsinu þarf að fá leyfi fyrir hjá Minjastofnun. Fyrir nokkrum mánuðum var bar komið fyrir í anddyri hússins án samráðs og leyfis frá Minjastofnun. Páll V. Bjarnason arkitekt hannaði endurbygginguna á Iðnó að innan fyrir 21 ári. Hann hefur einnig verið viðloðandi ráðgjöf og fleira. „Ég komst að því síðastliðið haust að búið væri að setja bar í anddyrið. Rekstraraðilar svara fyrir þetta með þeim rökum að barinn sé á hjólum og sé ekki naglfastur, innan gæsalappa. Þetta er á mjög gráu svæði þar sem þetta er friðlýst hús,“ segir Páll. „Þegar þetta kom upp á kallaði ég Pétur Ármannsson frá Minjastofnun til og fulltrúa frá borginni og við Pétur vorum sammála um að þetta gæti ekki gengið svona.“Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Páll segir að tillaga hafi verið gerð í kjölfarið að bar sem væri í hliðarherbergjum og lítið mál væri að koma fyrir þar svo ekki myndaðist flöskuháls í anddyri. „Það var svo ekkert gert í þeim tillögum og ég hef ekki skipt mér af þessu í bili, en þetta blundar í manni,“ segir Páll. „Ég er ekki sáttur og mér finnst þetta ekki passa í svona virðulegt hús.“ Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun tekur í sama streng. Barinn hafi verið settur upp án samráðs við stofnunina. „Þetta virðist vera mubla sem hægt er að færa en okkur fannst hún hvorki vel útfærð né staðsett. Við komum hins vegar fram athugasemdum um það og lögðum til aðra valkosti,“ segir Pétur. „Við gáfum þeim rúman tíma til breytinga, en það hafa ekki verið nein útspil frá þeim enn þá.“ Pétur segist ekki telja að nokkur spjöll hafi verið unnin á húsinu en áhyggjurnar séu vissulega til staðar. „Þetta er kannski ekki varanleg breyting á húsinu en þeir vita að við erum ekki ánægð með þennan bar.“Iðnó lokað í bili Iðnó var synjað um rekstrarleyfi 18. maí síðastliðinn en bráðabirgðaleyfi rann út í janúar. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir taldi rekstraraðili málið vera misskilning og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það hins vegar að hvorki hefði verið gefið út rekstrarleyfi né bráðabirgðaleyfi vegna starfseminnar. Starfsemi hélt hins vegar áfram og var staðurinn því rekinn án leyfis. Í kjölfar þess að Fréttablaðið hafði samband við Iðnó var dyrunum lokað og hafa viðburðir verið færðir að mestu í Tjarnarbíó.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00