Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2018 14:36 Brúðhjón og fleiri munu geta skemmt sér um helgina í Iðnó eins og til stóð að sögn René. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira